Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 92
90
ískri fegurð, og framkoma hans bar
vitni fullkominni stílgerð skáldleik
ans.
Árið 1809, eftir að hann tók sæti
í lávarðadeild þingsins, fullkomn-
aði hann þessa rómantík, sem um-
vafði hann, með ferð til Albaniu,
Grikklands og Tyrklands. f þessari
ferð ritaði hann fyrri hluta ,,Píla-
grímsferðarinnar". Hún var gefin
út í marz 1812, fáum dögum eftir
að hann hafði flutt áhrifamikla
jómfrúarræðu sína á þinginu. Hann
andmælti þar refsingum gegn verka
mönnum, sem eyðilegðu vélar.
Það er því sízt að undra, þótt
Claire litla yrði ástfangin af þessu
kvennagulli aldarinnar.
Hún var einmana. Hún öfundaði
Mary, stjúpsystur sína, af skáldinu
hennar. Hún þráði einhvern. Hún
þráði ævintýr. Mörgum árum
seinna útskýrði hún það, sem gerð-
ist á þennan hátt:
„Eg var ung, ómerkileg og um-
komulaus. Hann var frægur, svo
frægur, að þar var enginn hans
líki. Hann var svo frægur, að marg
ir, einkum kvenfólk, taldi hann
fremur með guðum en mönnum.
Fegurð hans var þó ekki síður töfr-
andi en frægð hans. Hann var al-
fullkominn og almáttugur, sem tak
mark minna óska og drauma. Það
er þarflaust fyrir mig að fullyrða,
að athygli slíks manns, með allar
Lundúnir að fótum sér, bókstaflega
blindaði strax stúlkukind í minni
stöðu. Þegar þess er gætt, að ég var
uppalin í þeirri trú, að hjónaband
væri ekki einungis einskis virði
heldur miklu fremur „syndsamleg-
ur“ fjötur og venja, sem einungis
ÚRVAL
kæmi til vegna trúarhræsni, þá er
ekki að undra, hvernig fór.“
Claire lagði sig fram til að tæla
Byron lávarð. Hún hafði öll nauð-
synleg vopn til þess. Hún var ótam-
in, snarráð, töfrandi. Átján ára að
aldri var hún hávaxin, spengileg,
fjörleg, og hafði gljáandi hrafn-
svart hár, dökk augu og yfirbragð
rómverskrar gyðju.
Það var í marz 1816, að Claire
hafði hugrekki til að ávarpa Byron
lávarð með bréfi á þessa leið:
„Ef kona, sem hefur óflekkað
mannorð, kona, sem ekki þarf að
standa eiginmanni eða unnusta
reikningsskil á orðum og gjörðum,
mundi gefa sig skilyrðislaust á vald
miskunnar yðar . . . ef hún mundi
með titrandi hjarta játa yður þá
brennandi ást, sem hún hefur árum
saman borið í barmi til yðar, og
ef hún gæti unnið ástúð yðar og
aðdáun og auðmjúka lotningu,
munduð þér þá táldraga hana eða
munduð þér verða þögull sem gröf-
in? Ég hef ekki eytt of mörgum
orðum. Annað hvort viljið þér eða
vilíið ekki. Ákveðið ekkert í flýti,
oa þó mun ég endurgjalda svar án
tafar.
E. Trefusis."
Byron lávarður svaraði ekki.
Obus'uð ritaði hún annað bréf:
..Bvron lávai’ður er beðinn að
ákveða, hvort tíminn kl. 7 í kvöld
er honum hentugur til að hitta
knnu, sem þarf að ræða við hann
mikilvæa: viðskipti og sérstæð. Hún
ó=ksr að koma alein og með mik-
illi levnd. Sé þessi tími hentueur.
mun hún áreiðanlega koma. Sé það