Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 100
98
úrval
hann hafði mælt við Hoppner að
sögulokum:
„Þetta er líkt þeim. Auðvitað er
það allt saman satt.“
Nú þóttist hann hins vegar engu
trúa af þessum rógi Elísu.
En átti Claire í raun og veru ást-
arævintýri með Shelley' og barn
með honum?
Sannleikurinn um það mun varla
koma í ljós. Satt er það, að Claire
varð alvarlega veik í Napoli. Þáð er
einnig sannað, að Shelley pantaði
skírn á lítilli stúlku í Napoli. Hún
var látin heita Helena og var seinna
látin á munaðarleysingjahæli. Þar
dó hún úr hitasótt.
Og eitt er meira en líklegt, þrátt
fyrir afneitanir Byrons við Shelley
sjálfan, þá virðist Byron ekki ein-
ungis hafa trúað því, að Claire og
Shelley hefðu eignazt dóttur, held-
ur einnig, að Allegra gæti verið
dóttir Shelleys.
Einu sinni þegar Elísa var að
annast Allegru litlu, kom Byron
þar að og horfði á barnið um stund
og sagði svo upphátt við sjálfan
sig:
„Þegar hún stækkar, verður hún
mjög falleg, svo að ég vil eignast
hana sem unnustu."
Elísa varð hneyksluð og sagði:
„Ég vona, að þér séuð að gera að
gamni yðar, herra. En þetta er þó
nokkuð grátt gaman!“
Byron sagðist ekki vera að gera
að gamni sínu.
„Þetta yrði allt í lagi,“ sagði
hann. „Hún er dóttir Shelleys en
ekki mín.“
Allt þetta slúður sló Claire vopn
úr höndum, þegar Byron kom barn
inu fyrir í klaustrinu Bagnacavalla
í nánd við Ravenna. Áður hafði
Claire stungið upp á því, að hann
sendi telpuna til hennar, þar sem
hún dvaldist í Pisa.
Byron virti hana ekki svars.
Honum var meinilla við hin löngu
bréf hennar, sem „líkjast helzt vond
um, þýzkum skáldsögum“, sagði
hann í kvörtunarbréfi til Hoppners.
„Væri það ekki barnsins vegna,“
hélt hann áfram í því bréfi, „þá
mundi ég senda hana til þessarar
guðlausu móður. En þú sérð hvað
ég má þola að þurfa að lesa þessar
langlokur frá henni.“
„Haldi Claire, að hún fái nokk-
urn tíma að taka þátt í uppeldi
hennar, þá skjátlast henni hrapal-
lega. Það fær hún aldrei. Telpan
skal verða kristin og giftast, ef
mögulegt verður. Og að sjá hana,
jú, það skal hún fá, en undir
ströngu eftirliti. En hún skal ekki
fá að brjóta allt í rústir með vit-
firringsaðferðum sínum. Svo að not
uð séu kurteis orð, þá finnst mér,
að Claire sé bölvuð norn. Hvað
finnst þér?“
Þegar Claire frétti, að Allegra
litla væri komin í klausturvist, varð
hún alveg hamslaus. Shelley fór til
Ravenna til að ræða málin við By-
ron.
En Byron gat þá ekki um annað
talað en baráttu sína fyrir frelsi
Ítalíu og sína síðustu ástkonu, sem
var ítölsk, Theresa Guiccioli að
nafni.
Hann vildi ekki svo mikið sem
nefna Claire, og hvað varðaði All-
egru litlu, þá hafði hann ekki séð