Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 97
ÁSTKONUR BYRONS
95
„Þegar þú lest þetta, verð ég kom
in margar mílur burtu. Vertu ekki
argur yfir mér.
Ég veit varla, af hverju ég er að
skrifa.
En mér finnst þó, að ég sé að
tala við þig.
Vissulega hefði ég verið ham-
ingjusamari yfir því að mega koma
og sjá þig, kveðja þig með kossi,
áður en ég legði af stað.
Ég óttast mest, að þú gleymir
mér, en ég skal þrauka alla langa
og dimma vetrarmánuðina, meðan
þú átt aðeins, vona ég, sælar sól-
skinsstundir.
Aðeins eitt bið ég um og grát-
bæni: Gættu þín á of miklu víni.“
Hinn 1. janúar 1817 fæddi Claire
stúlkubarn.
Daginn eftir skrifaði Mary bréf
til Byrons, á þessa leið:
„Hún bað mig að bera þér ástar-
kveðjur og segja þér, að hún væri
í ágætu skapi og henni liði eins vel
og vænta megi bezt.“
Byron lávarður ákvað nafn dótt-
ur sinnar.
Hún skyldi heita Allegra. En svo
mjög sem Claire dáði dóttur sína,
var hún staðráðin í því, að hann
skyldi sem mest annast uppeldi
hennar.
Það taldi hún henni fyrir beztu,
svo frægur og tiginn sem hann var.
Aðstaða hans og auður átti að
tryggja framtíð Allegru litlu. Þessi
ráðagerð var honum ekki ógeðfelld.
Hann skrifaði systur sinni á þessa
leið:
„Mér er sagt, að hún sé miög fal-
leg, með blá augu og dökkt hár. Og
þótt ég hafi aldrei verið hrifinn af
móður hennar eða talið það sam-
band nokkuð sérstakt þá má vel
vera, að gott sé að hafa eitthvað i
ellinni til að halla sér að. Og senni-
lega ætla forlögin þetta litla grey
mér til mikillar og ef til vill hinnar
einustu huggunar."
Hinn 11. marz 1818 lögðu þær
mæðgur Claire og Allegra af stað
í Ítalíuferð ásamt Mary og Shelley,
tveimur börnum þeirra og tveim
barnfóstrum.
Þremur vikum síðar komu þau til
Milano.
Byron vildi ekkert meira hafa
með Claire að gera, en hann sendi
samstundis eftir telpunni.
Claire lét að boði hans, þótt hún
væri bæði særð og reið yfir rudda-
skap hans og orðrómi um ítalska
ástkonu, sem nú gekk fjöllunum
hærra.
Allegra litla var því send til föð-
ur síns með svissneskri fóstru þeirra
Shelleyhjóna, sem Elísa hét.
Meðan Claire ferðaðist um Norð-
ur-ítaliu í fylgd Shelleys og fjöl-
skyldu hans, lét hún bréfum rigna
yfir Byron með fyrirspurnum um
dótturina. „Hvernig líður Allegru
minni?“ spurði hún. „Er hún kát og
glöð. Hefur hún slegið þig? Eg vona>
að svo sé. Hún mætti gjarnan á sinn
barnslega hátt borga þér fyrir alla
þína ósanngirni og ónot í minn
garð. En í hvert sinn, sem ég sé
þetta litla skinn fyrir mér, þá fer
mér bros um varir. Hún er svo sæt
og skrýtin."
Byron lávarður var dýravinur.
Hins vegar sagðist hann oft „fyrir-
líta börn“. Hann ritaði systur sinni
einu sinni þessa yfirlýsingu: