Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
greiðslufalls -—• um sýningu víxils
til greiðslu, þegar fyrirvari hefur
verið gerður um fullnustu án kostn
aðar — þá glati víxilhafi rétti sín-
um gegn framseljendum, útgefanda
og öðrum víxilskuldurum, nema
samþykkjanda.
Af þeim atriðum, sem hér eru
tilgreind, er afsögnin líklega tíð-
asta og raunhæfasta tilvikið í við-
skiptalífinu og skal hér einkum
vikið að henni, enda þótt ekki
megi of lítið gera úr hinum tilvik-
unum.
Víxilafsögnin er gerð, sem fram-
kvæmd er til þess að staðreyna til-
tekin atvik viðvíkjandi víxli. Er af
sagnargerðin lögskipað sönnunar-
gagn fyrir þessum atvikum, þann-
ig að hafi hún ekki farið fram eða
sé skrifleg skýrsla um framkvæmd
hennar, sem að jafnaði er nefnd
afsagnargerð, eigi lögð fram, þá
hefur það í för með sér, að víxil-
rétturinn tapast eða fæst eigi við-
urkenndur gagnvart þeim aðilum,
sem nefndir voru hér áðan —• það
er gagnvart framseljendum, útgef-
anda og öðrum víxilskuldurum.
Um afsagnarstaðinn fer eftir því
hvaða tilvik gefa tilefni til afsagn-
arinnar. Aðalreglan er sú, að af-
sögnina eigi að gera í starfhýsi
hlutaðeigandi manns, en eigi hann
ekkert starfhýsi á þeim stað, þá má
gera hana á heimili hans.
Þess er þó að gæta, að samkvæmt
víxillögunum má kveða svo á í
víxli, að hann skuli greiddur hjá
þriðja aðila, annað hvort á þeim
stað, þar sem greiðandi býr eða
annars staðar. Ef svo er, fer af-
sögn vegna greiðslufalls fram í
starfhýsi eða heimili þessa þriðja
aðila en ekki hjá greiðanda sjálf-
um, þótt hann starfi eða eigi heima
á greiðslustaðnum. Sé t. d. ákveðið,
að víxill greiðist í Landsbankanum,
en greiðandi á heima í Reykjavík,
á afsögn vegna greiðslufalls að fara
fram í Landsbankanum en ekki á
heimili greiðanda.
Afsagnargerð má aðeins fram-
kvæma á virkum degi og sé loka-
dagur afsagnarfrestsins löghelgur
dagur, þá lengist fresturinn til
næsta virks dags á eftir.
FYRNING VÍXLA
Víxlar fyrnast á mun skemmri
tíma en aðrar kröfur og þar að auki
er fyrningarfresturinn mismunandi
gagnvart víxilskuldurunum og á
milli þeirra innbyrðis. Spurning er,
hvort þessar reglur í núverandi
formi sínu séu ekki of flóknar til
þess að þær geti hent viðskiptalíf-
inu, því að ljóst er, að menn gera
sér ekki grein fyrir þeim almennt
og hljóta oft af því vandræði. Regl-
ur sem þessar ættu að vera ein-
faldar og skýrar og' auðveldar að
muna, því að sennilegt er, að á
fyrningarreglur víxla reyni oftar
en aðrar fyrningarreglur.
Allar kröfur samkvæmt víxlin-
um á hendur samþykkjanda fyrn-
ast á þremur árum frá gjalddaga.
Þetta á við allar fullnustukröfur á
hendur samþykkjanda. Fyrningar-
frestur á þessum kröfum telst frá
gjalddaga víxilsins og ákveðst gjald
daginn með venjulegum hætti.
Kröfur víxilhafa á hendur fram-
seljendum og útgefanda fyrnast á
einu ári frá þeim degi, sem afsagn-