Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
ráða herbergi nr. 20, hæstiréttur nr.
35 og þingið nr. 39.
Það er hin siðastnefnda, ofurlítil
útbygging, sem rúmar einnig ríkis-
skjalasafnið og upplýsingadeildina,
með sína fréttastofu.
Á tignartindinum í Liechtenstein
situr Franz Josef II. fursti, sem sett
ist í hásætið (sem reyndar er ekki
til) árið 1938.
Hann er hávaxinn maður en hár-
lítill, með ofurlítið yfirskegg, mennt
aður skógfræðingur, feiminn að
eðlisfari og hátt á sextugsaldri.
Þegar hann veitti mér viðtal í
miðaldahöll sinni, sem gnæfir 120
metra yfir önnur hús í Vaduz, var
hann klæddur hvítri rúllukraga-
peysu, grænum tweed-jakka og
gráum buxum.
Þarna var enginn vörður, enginn
einkennisbúningur, og þjónustufólk
ið í höllinni er tæplega 25 manns,
þótt furstinn eigi raunar eitt verð-
mætasta og stærsta málverkasafn,
sem til er í einkaeign.
Furstafrúin, sem er að uppruna
austurrísk greifynja, giftist furstan-
um árið 1943. Þau eiga fimm börn.
Hún er vingjarnleg í viðmóti, sér
stök samkvæmiskona að háttvísi
allri, með smitandi hlátur, sem kem
ur öllum í gott skap.
Eg hafði frétt, að hún væri venju
lega alein á ferðalögum um Liecht-
enstein, Sviss og Austurríki, en það
vitnar um, að hún kýs sér helzt hið
óbrotna og yfirlætislausa líf. Ég gaf
þetta í skyn í samtali við hana.
,,Uss nei. Þetta er mesti misskiln
ingur,“ sagði hún. „É'g „elska“ pomp
og pragt! Fyrir nokkrum árum fór-
Leictenstein er ijósi bletturinn á
miðri myndinni. Sviss er til vest-
urs (til vinstri), Austurríki í austri
(til hægri). Nokkru norðar er Þýzka
land og Ítalía nokkru sunnar.
um við í okkar einustu opinberu
heimsókn ■— alla leið til Sviss!“
„Ég naut þess að sitja í síðdegis-
veizlum, ganga á rauðum gólfrenn-
ingum, sjá skrúðgöngurnar og
hlusta á fagnaðarhróp fólksins."
„Ég vildi gjarnan fara í heim-
sókn til margra fleiri landa. En
okkur er bara ekki boðið!“
En satt að segja eru bæði furst-
inn og fólkið í Liechtenstein ham-
ingjusamt heima.
Liechtenstein er ljómandi land —
svo ljómandi og gott, að enginn vill
fara þaðan, ekki einu sinni fangar.
Fangelsið er í kjallara stjórnarráðs-
hússins. Eitt vetrarkvöldið hafði
varaforsætisráðherrann unnið eftii'
vinnu, og loks, þegar hann ætlaði