Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 94
92
URVAL
Shelleys með þessari athugasemd:
„Athugaðu þau — og strikaðu
mig svo út af þeim lista, sem þú
hefur fært mig á. Þess grátbæni ég
þig!“
En Byron varð brátt leiður á
henni, eins og hann varð leiður á
allflestum ástkonum sínum. Hann
varð leiður á skapofsa hennar, eig-
ingirni, gætni hennar og kvenleg-
um skoðunum og raunar kvenfrels-
ishneigð. Hann fór að ,,gleyma“
stefnumótum. Og kæmi hann, var
hann oftast ruddalegur.
En ást Claire til Byrons bugaðist
ekki við kaldlyndi hans og rudda-
skap. Ást hennar var ekki byggð á
kynþrá einni saman. Hún sagði hon
um hreinskilnislega, að líkamleg ná
vist hans æsti sig ekki til ástriðu:
„É'g vildi miklu fremur eiga þig
að vini sem karlmaður en kona,“
sagði hún. Það sýndi sig, að hún
mat hann meira fyrir frægð og
snilli en karlmennsku.
Hann undirbjó ferð sína frá Eng-
landi. Það var henni leitt, en hann
varð að fara. Líf hans var orðið
óskapnaður.
Tvennt sneri samtíðinni gegn
honum og varð þá múgnum vopn
í höndum.
í fyrsta lagi, að eiginkona hans
hefði yfirgefið hann vegna afbrieði
legra og glæpsamlegra tilhneiginga.
í öðru lagi hafði hann gengið fram
til varnar Napóleoni mikla og
nefnt hann „Son frelsisins".
Hann kvaddi England hinn 25.
apríl 1816 og átti aldrei afturkvæmt.
Hann lagði af stað í nýtízku vaeni
í Napóleon-stíl, og í þeim vagni
var bæði bókasafn og matreiðslu-
áhöld. Hann tók með sér þrjá þjóna
og einkalækni sinn.
Claire vonaði, að hann mundi
taka hana með líka. En því neit-
aði hann. Hann var ennþá kvænt-
ur og kærði sig ekki um meira
hneyksli.
Þegar Claire spurði, hvort hún
mætti heimsækja hann í Genf, sam
þvkkti hann það, ef hún yrði í fylgd
með eldri konu.
Hún lýsti stöðugt yfir ást sinni
til hans:
„Ég var átján ára fyrir nokkrum
dögum," skrifaði hún. „Fólk á þeim
aldri er ekki fjöllynt. Það elskar af
innileika og tryggð.
É’g ólst upp hjá Godwin, og hvað
sem segja mætti um trú mína, þá
er samt eitt víst: Eg ber mikla virð-
ingu fyrir sannleikanum.
Vertu sæll, kæri, góði Byron lá-
varður. Ég hef lesið öll þín lióð, og
ég er hrædd við að láta þig lesa
þetta kjánalega bréf.
En ég elska þig.“
Nú komst hún að því. að Shellev
og Mary voru að hugsa um að
skreppa til Ítalíu, Hún lagði að þeim
að levfa sér að koma með og leggja
leið sína um Genf. Shelley féllst á
það.
En tíu dögum síðar, þegar þau
komu til Genf, var Byron enn ekki
knminn þangað. Loks þeffar hann
knm, varð Claire tryllt, þar sem
hann gerði enga tilraun til að náig-
ast hana.
Að Tokum bauð hann þó henni
o’ Shelley heim.
Dr. Newman White. ágætur vin-
u" Shellevs, hefur lýst þessu heim-
boði þannig: