Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
Víxillinn sem
verzlunarbréf
FRJÁLS VERZLUN
mr-
M
aður nokkur keypti hús
gögn í verzlun einni
'íjí gegn víxli. Á gjalddaga
% hugðist hann greiða
víxilinn, en var þá tjáð
*
*
*
m______m
af víxileigandanum, að
víxillinn væri í banka í öðrum
landshluta, þar sem hann hefði ver
ið lag'ður inn sem trygging. Lauk
svo þessum skiptum — að sinni -—
með því, að maðurinn greiddi víxil
fjárhæðina gegn einfaldri kvittun
frá víxileigandanum.
En ekki löngu síðar fékk maður-
inn stefnu frá allt öðrum aðila, þar
sem honum var tjáð, að hér með
væri hafin lögsókn á hendur hon-
um til greiðslu víxilskuldarinnar.
Þegar málið var tekið til meðferð-
ar fyrir dómi, mætti maðurinn með
kvittunina meðferðis, en það var
til einskis. Hann var dæmdur til
þess að greiða vixilinn.
Maðurinn þóttist nú illa svikinn
sem vonlegt var. Hann hafði orðið
að greiða sömu víxilkröfuna tvisv-
ar og það með dómi í seinna sinn-
ið, sem haft hafði í för með sér
málskostnað að auki. Það, sem hon
um sveið samt hvað sárast, var að
í stefnu þeirri, sem honum hafði
vérið send, var svo að orði kom-
izt, að „mál þetta væri höfðað
vegna vanskila stefnds og lögsókn
óhjákvæmileg af þeim sökum“.
Hér var sómatilfinningu mannsins
algerlega ofboðið. Hann vissi ekki
betur en hann hefði staðið fullkom-
lega í skilum varðandi skuld sína.
Það hlaut að vera eitthvað bogið
við það réttarfar, sem lék hann
svona grátt. Eða — sú spurning
vaknaði líka — hafði hann framið
mistök í lagalegum skilningi?
VARNIR í VÍXILMÁLUM
Hið síðara hafði einmitt gerzt.
Víxlar éru viðskiptabréf og af