Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 37
Viltu auka orðaforða þinn?
1. griðka: flík, ílát, áhald, vinnukona, ráðskona, vergjörn kona, ástkona.
2. yfrin: reigingslegur, kappnógur, yfirgangssamur, ófullnægjandi, full-
mikill, örlátur, nízkur.
3. að unda: að særa, að vera ánægður, að líða vel, að snúa upp á, að
veita ánægju, að gleðjast, að hugsa.
4. þjóstur: gróðurleysi, auðn, hvinui', höstugleiki, sár, reiði, dragsúgur,
5. gripill: þjófur, lagtækur maður, viðskotaillur maður, ólatur maður,
óeirðarseggur, áhald, fingravettlingur.
6. það tyrmir yfir e-n: e-r gleymist, e-r verður altekinn, e-r fellur í
ómegin, e-r fer í kaf, e-r missir móðinn, e-r er sniðgenginn, e-r bíður
ósigur.
7. gróm: tímgunarfruma blómlausra jurta, hola, lág, óhreinindi, botn-
fall, greyping, fis.
8. þústinn: ófrýnn, þybbinn, feitur, afundinn, barinn, glúrinn, úfinn.
9. sypligur: sápuþynnka, drykkfelldur maður, göróttur drykkur, þunnur
vatnsgrautur, hnausþykkur vellingur, drykkjarker, drykkjarhorn.
10. feyskinn: hrumur, harður, stökkur, fúinn, úldinn, þurr, upplitaður.
11. að þusast út: að buna út, að renna út, að taka enda, að hjaðna, að
fréttast, að berast út, að stika út reiðilega.
12. sprekla: lúða, sprunga, dreif, blettur, rönd, viðarbútur, skrælnuð
trjágrein.
13. smásmakkur: smámunasamur, fjasgefinn, þrasgefinn, strákpatti, lítil-
ræði, lítill skammtur, nízkur.
14. níðskældinn: illorður í kveðskap, undinn, illkvittinn, öfundsjúkur,
illgjarn, skellóttur (um feld eða hár), af sér genginn.
15. bábilja: stórhríð, skafrenningur, hjátrú, bull, dynkur, hávaði, vandi.
16. snútur: nef, snælduhaus, sá hluti rafals, sem snýst, trýni, bolla, reig-
ingur, skjótleiki í hreyfingum.
17. viðskyra: þurrmeti, greinargero, mjólkurmatur, mysa, áfir, aðskilinn,
kekkjótt skyr.
18. að bekkja: að láta setjast á bekk, að lemja, að hrekkja, að beygla, að
slá ryki í augu e-s, að svíkja, að gera gaman.
19. hnýsinn: fróðleiksfús, meinfýsinn, öfundsjúkur, hrasgjarn, forvitinn,
undirförull, þefvís.
20. að fautast: að missa tökin, að mistakast, að verða orðfátt, að rjúka
upp í reiði, að gana áfram hugsunarlaust, að flýta sér, að slást.
Svör á bls. 128.