Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
ur sem svo sé og það er mikil hugg
un að öllu leyti. En ég geri meira
en að elska þig — og ég get ekki
hætt að elska þig.“
Nokkrum vikum síðar segir By-
ron:
„Betra er að vera heimskur vinnu
maður og klaufalegur sveitagaur —
en fiðlumakari og blævængjaveifir
konu.
Ég ann konum —■ það veit góður
Guð — en því fastar sem ég urn-
vefst þeirra fjötrum, því verra virð
ist allt.
Ég hef ve.rið bragðarefur, eigin-
maður og hórumangari og nú er ég
Cavalier Servente — þrælaforingi
— drottinn minn. Það er undarlegt
ástand!“
Hinn 15. september 1819 lögðu
þau Byron og Teresa af stað frá
Feneyjum með blessunaróskum hins
umburðarlynda Guicciole. Á leið-
inni komu þau við hjá rústunum
af húsi Petrarka, rifjuðu upp sonn-
etturnar hans og rituðu nöfn sín í
gestabókina.
Þau heimsóttu ættingja Teresu í
Filetto, dvöldust við að horfa á sól-
myrkva gegnum reykgler, drukku
úti á grænum grundum og veiddu
fisk í net.
Þá skipti Guiccioli um skoðun,
krafðist, vafalaust gegn neitun By-
rons, þúsund punda af honum og
að njóta áhrifa hans til að fá kon-
súlsembætti. Þetta varð átakanleg
þrenning. Teresa kaus þó unnust-
ann fram yfir eiginmanninn. Að
síðustu skarst sjálfur páfinn í leik-
inn. Hann dæmdi Teresu lögskiln-
að, með 200 punda framfærslulíf-
eyri á ári, og áminnt'i hana um að
halda sig í föðurhúsum. Þá lögðu
þau Byron og Teresa af stað í hljóð
láta og heimilislega ferð, sem líkt-
ist næstum heimilishaldi og til-
breytingalitlu hjónalífi. Að sumu
leyti var þessi lausaleikur erfiðari
en hjónaband. „Niðurlæging sú og
gremja, sem ástkonuheitið hefur í
för með sér,“ skrifar Byron lafði
Biessington, „hlýtur óhjákvæmilega
að hafa áhrif á skap hennar og alla
gerð, sem rænir hana þeim þokka,
sem vekur aðdáun. Þetta gerir hana
viðkvæma og tortryggna, og lamar
sjálfsvirðingu hennar, gerir hana
helmingi afbrýðisamari gagnvart
þeim, sem hún tilheyrir og óttast
ef til vill að missa."
Þetta viðurkennir elskandi henn
ar, Byron, og bætir við:
„Þetta er ánauð og kúgun, miklu
alvarlegri en hjónaband, og án
þeirrar virðingar sem það nýtur.“
Smám saman hneigðist hugur
hans að giftingu. í bréfi til Ágústu
systur sinnar segir hann:
„Það get ég fullyrt, án þess að
vera nú eins ofsalega ástfanginn og
í fyrstu, þá er ég þó háðari henni
en ég bjóst við að verða nokkurri
manneskju eftir þessi þrjú ór
(nema einni ■— henni sem þú getur
gizkað á), og það hvarflar ekki að
mér að skilja við hana. Ef lafði B.
gæti þóknazt að hrökkva upp af,
og eiginmaður greifafrúarinnar
sömuleiðis — (þeir geta ekki gift
sig aftur fráskildir kaþólikkar),
mundum við sennilega gifta okkur.
Þó að ég vildi það helzt ekki, af
því að mér finnst það alltaf leiðin
til þess, að fólk fari að hata hvort