Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
granni þeirra var þrekvaxinn, nærri
sköllóttur bóksali, sem almennt var
nefndur William Godwin.
Fyrir meira en áratug hafði hann
orðið frægur maður fyrir róttæka
ritgerð, sem hann birti undir fyrir-
sögninni: „Spurning um stjórnmála
legt réttlæti".
Árið 1796 hafði hann kynnzt Ma-
ry Wollstonecraft, höfundi: Kven-
réttindi varin. Þau bjuggu saman
ógift, þangað til hún var orðin
barnshafandi af hans völdum.
Þau gengu svo í hjónaband. Sex
mánuðum síðar fæddist Mary God-
win, og á tíunda degi eftir fæðingu
hennar lézt Mary Wollstonecraft,
móðir hennar.
Þegar Clairmont-ekkjan fluttist í
nágrennið, var ekkillinn, Godwin
bóksali, einmitt að litast um eftir
annarri konu og gekk anzi treglega
í leit sinni.
Hann rak bráðlega augun í nýju
grannkonuna, bað hennar og fékk
jáyrði.
Árið 1801 fluttist Mary Clair-
mont með bæði börn sín, Charles
og Claire, í Skinner Street 41.
Snemma sumars 1814 varð ör-
lagaríkur atburður, einkum fyrir
Mary Godwin, og um leið fyrir
Claire. Percy Bysshe Shelley heim
sótti nefnilega sína róttæku hetju
William Godwin. Hann birtist um
hríð næstum daglega í búðinni og
til kvöldverðar. Claire varð star-
sýnt á hann. Hvellum rómi rök-
ræddi hann um Mary Wollstone-
craft, st j órnarbyltingu, skáldskap,
grænmetisát, frjálsar ástir og guð-
leysi.
Bráðlega beindi Shelley orðum
sínum að mestu til stjúpsystur
Claire, Mary Godwin. Hann ræddi
nú minna og minna um bækur og
stjórnmál, en ástir þeirra tendruð-
ust jöfnum höndum.
Samt var eitt lítilsháttar vanda-
mál við að glíma. Shelley var nefni
lega kvæntur maður. Og seinna,
þegar hann minntist á Mary God-
win við konu sína, Harriet Shell-
ey, leyfði hann sér að titla hana
frillu og skækju.
Þegar Mary sannfærðist um af-
stöðu konu Shelleys til sín færði
hún þessa, að hennar dómi furðu-
legu eiginkonu, í tal við Claire og
sagði:
„Hún skilur alls ekki ást Shell-
eys til mín.“
Þegar Shelley varð þetta allt sam
an ljóst, sagði hann:
„Þau vilja aðskilja okkur, ástin
mín. Dauðinn mun sameina okkur
að eilífu."
Hann fékk henni í hendur glas
með eitruðum vökva og dró byssu
upp úr vasa sínum, sem hann ætl-
aði að nota á sjálfan sig.
Mary fór að gráta og sagði snökt-
andi:
„Þetta lyf tek ég ekki, en ef þú
vilt reyna að vera rólegur og skyn-
samur, lofa ég þér eilífri tryggð.“
Shelly var æstur en „slapp“ lif-
andi. Mary samþykkti að flýja með
honum til meginlandsins, og þau
komu sér saman um, að Claire, sem
kunni að tala frönsku og verðskuld
aði meira frjálsræði, skyldi fylgja
þeim.
Þau stálust brott klukkan 4 að
morgni hins 28. júlí 1814.
Þessi þrjú ungæðislegu flótta-