Úrval - 01.04.1974, Page 90

Úrval - 01.04.1974, Page 90
88 ÚRVAL granni þeirra var þrekvaxinn, nærri sköllóttur bóksali, sem almennt var nefndur William Godwin. Fyrir meira en áratug hafði hann orðið frægur maður fyrir róttæka ritgerð, sem hann birti undir fyrir- sögninni: „Spurning um stjórnmála legt réttlæti". Árið 1796 hafði hann kynnzt Ma- ry Wollstonecraft, höfundi: Kven- réttindi varin. Þau bjuggu saman ógift, þangað til hún var orðin barnshafandi af hans völdum. Þau gengu svo í hjónaband. Sex mánuðum síðar fæddist Mary God- win, og á tíunda degi eftir fæðingu hennar lézt Mary Wollstonecraft, móðir hennar. Þegar Clairmont-ekkjan fluttist í nágrennið, var ekkillinn, Godwin bóksali, einmitt að litast um eftir annarri konu og gekk anzi treglega í leit sinni. Hann rak bráðlega augun í nýju grannkonuna, bað hennar og fékk jáyrði. Árið 1801 fluttist Mary Clair- mont með bæði börn sín, Charles og Claire, í Skinner Street 41. Snemma sumars 1814 varð ör- lagaríkur atburður, einkum fyrir Mary Godwin, og um leið fyrir Claire. Percy Bysshe Shelley heim sótti nefnilega sína róttæku hetju William Godwin. Hann birtist um hríð næstum daglega í búðinni og til kvöldverðar. Claire varð star- sýnt á hann. Hvellum rómi rök- ræddi hann um Mary Wollstone- craft, st j órnarbyltingu, skáldskap, grænmetisát, frjálsar ástir og guð- leysi. Bráðlega beindi Shelley orðum sínum að mestu til stjúpsystur Claire, Mary Godwin. Hann ræddi nú minna og minna um bækur og stjórnmál, en ástir þeirra tendruð- ust jöfnum höndum. Samt var eitt lítilsháttar vanda- mál við að glíma. Shelley var nefni lega kvæntur maður. Og seinna, þegar hann minntist á Mary God- win við konu sína, Harriet Shell- ey, leyfði hann sér að titla hana frillu og skækju. Þegar Mary sannfærðist um af- stöðu konu Shelleys til sín færði hún þessa, að hennar dómi furðu- legu eiginkonu, í tal við Claire og sagði: „Hún skilur alls ekki ást Shell- eys til mín.“ Þegar Shelley varð þetta allt sam an ljóst, sagði hann: „Þau vilja aðskilja okkur, ástin mín. Dauðinn mun sameina okkur að eilífu." Hann fékk henni í hendur glas með eitruðum vökva og dró byssu upp úr vasa sínum, sem hann ætl- aði að nota á sjálfan sig. Mary fór að gráta og sagði snökt- andi: „Þetta lyf tek ég ekki, en ef þú vilt reyna að vera rólegur og skyn- samur, lofa ég þér eilífri tryggð.“ Shelly var æstur en „slapp“ lif- andi. Mary samþykkti að flýja með honum til meginlandsins, og þau komu sér saman um, að Claire, sem kunni að tala frönsku og verðskuld aði meira frjálsræði, skyldi fylgja þeim. Þau stálust brott klukkan 4 að morgni hins 28. júlí 1814. Þessi þrjú ungæðislegu flótta-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.