Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 117
ÁSTKONURBYRONS
115
annað — þannig eru að minns'a
kosti flestir innréttaðir."
Á löngum samvistardögum þeirra
vildi Teresa gjarnan kynnast Byrrn
að starfi. Hún var hjá honum, beg-
ar hann samdi Don Juan, og seinna
skrifar hún:
„Penninn hreyfðist svo hratt í
hendi hans yfir blaðsíðuna, að ég
sagði einn daginn við hann: „Mað-
ur gæti haldið, að einhver sé að
yrkja gegnum þig.“
„Já,“ sagði hann, „einhver van-
sæll andi, sem lætur mig stundum
jafnvel skrifa það, sem ég er ekki
að hugsa. Núna til dæmis hef
ég verið að skrifa eitthvað á móti
ást.“
„Af hverju leiðréttir þú það þá
ekki?“ spurði ég.
„Það er þegar komið í orð,“ svar
aði hann brosandi „Leiðrétting
mundi spilla. Og leiðréttingin yrði
varanleg.“
Teresa lifði dauða Allegru, dótt-
ur Byrons. Hún lifði lika drukkn-
un Shelleys.
Þegar Byron sagði Teresu frá þrá
sinni eftir að fara til Grikklands,
gat hún blátt áfram ekki skilið
hann. En hann ógnaði með ugg-
vænlegum örlögum þeirra, ef þau
yrðu saman lengur.
„Ef hún ætlar að tryllast (og hún
var vel á vegi með það), þá segi
ég ævintýri um illa meðferð og
frekju, um lafði Caroline, um lafði
Byron og Glenarvon — allt í blússi.
Enginn hefur fórnað svo miklu fyr
ir konur og allt, sem mér hefur
hlotnazt af öllu þessu, er sú skap-
gerð, sem ægir þeim grimmilega.“
En þegar skilnaðarstundin kom,
var engin æsing á ferðum. Hún var
hjá honum síðustu tvær klukku-
stundirnar, horfði á hann fara um
borð í skipið. Þegar unnustinn lagði
af stað til Grikklands, stóðu þær
Teresa og Mary Shelley á bryggj-
unni og veifuðu til dapurlegrar
kveðju.
Síðasta bréf Byrons til Teresu
var dagsett 17. marz 1824.
„Vorið er á leiðinni. Ég sá svölu
í dag, og það var tími til kominn,
veturinn votur og leiður hingað til
— jafnvel hér í Grikklandi. Okkur
líður öllum vel — og ég vona að
það gleðji þig — veiti vonir og
létta lund.“
Mánuði síðar var hann látinn.
Langafabarn, sonarsonarsonur Gu-
iccioles, færði henni fréttirnar.
Það var að morgni og hún var
ekki komin á fætur.
Hún sneri sér undan augnablik
— varð hljóð og smá — og það var
allt og sumt.
Teresa lifði 55 ár eftir það. Hún
heimsótti oft England. Hún hafði
samband við marga ævisöguritara
og skrifaði sjálf bók, sem ber titil-
inn: Vie de Lord Byron — ævi By-
rons lávarðar, þar sem hún leitast
við að gera af honum vaxmynd
sem hreintrúarmanni og ástir þeirra
að varlegu hástéttadaðri.
Árið 1847, þá 47 ára að aldri, gift-
ist Teresa frönskum aðalsmanni,
auðugum, Marquis de Boissy. En
vofa Byrons læddist inn á heimilið.
Hann var svo hæverskur, að hann
lét titla konu sína og kynna á þenn
an hátt:
„Konan mín, Madame Marquis de