Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
að leggja af stað heim, var hann
læstur inni.
Hann fór þá að berja á hurðina
til að draga að sér athygli þeirra,
sem fram hjá fóru. Það fóru þó
engir „fram hjá“ í Vaduz klukkan
hálftíu að vetrarkvöldi.
Að síðustu kom svefndrukkinn,
nöldrandi náungi upp úr kjallaran-
um með stærðarlyklakippu í hönd-
um og bauðst til að opna útidyrn-
ar, svo ráðherrann kæmist út.
„Hver eruð þér?“ spurði ráðherr-
ann.
..Ég er fanginn hér,“ svaraði mað
urinn.
„Og þér hafið lyklana?“
„Auðvitað."
„Hvað ætlið þér svo að gera?“
„Nú, auðvitað ætla ég í klefann
m'nn og halda áfram að sofa og
loka mig inni.“
Hvað hefði fanginn annars átt að
gera? Þótt hann hefði viljað yfir-
gefa landið, hefði hann ekki slopp-
ið. í Liechtenstein þekkjast allir.
Flýja úr landi? Við slíka tilhugsun
eina setur hroll að öllum í Liecht-
enstein.
Maður nokkur. sem hafði reynt
það, sagði mér, að hann hefði íarið
til St. Gallen, sem er rétt við sviss-
nesku landamærin.
Honum gekk ágætlega. Hann varð
stórefnaður á stuttum tíma, en síð-
an sneri hann heim aftur.
„Ég var veikur af heimþrá," sagði
hann. „Það var óþolandi. Nú hef ég
reyndar minni laun — en því meiri
ánægju.“
Þetta er nákvæmlega Liechten-
stein í hnotskurn. Land, þar sem
einstaklingurinn er í fullu gildi en
ekki gleyptur af kverkum fjöldans.
Þar er velmegun ekki aðeins aurar
heldur miklu frekar friðsælt líf.
Þar finna allir fullkomið öryggi
gagnvart erlendum ríkjum, þótt
enginn sé herinn.
Hver vill vinna barni mein?
Það er svo sem nægur tími til að
verða stór. Það vita þeir, sem búa
í stórborgum Evrópu. Persónulega
fannst mér hrífandi að læra það í
Liechtenstein, hversu það er gaman
að vera lítill.
ÁN
i