Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 9
VANGETA — ÞAÐ SEM KONUR ÞURFA . . .
7
kona hans kvað allt í einu upp úr
með, að hún ætti sér ástmann og
vildi skilnað strax.
„Og ég sem hélt að ég væri þér
nóg,“ sagði Jón, „ekki hefur borið
á öðru.“
„Það er bara eitthvað sem þú
ímyndar þér,“ sagði frúin æst. „Ég
hef óttazt að særa hégómlega karl-
mennsku þína,“ bætti hún við.
Bezt er að sýna fulla einlægni og
hreinskilni hvort við annað í þess-
um efnum. Auðvitað fylgir hrein-
skilni ofurlítil áhætta. En áhætta
af óhreinskilni er samt miklu verri
viðfangs og örlagaríkari í samlífi
hjóna.
8. Gerðu ekki of miklar kröfur.
Margir álíta, að kynlíf eigi alltaf
að vera „hið fullkomna" og há-
marki náð við hverjar samfarir. En
ástasamband, sem byggist á alltof
sterkri eftirvæntingu, verður auð-
veldlega vonbrigðin ein.
Því betur sem ég kynnist þessu
vandamáli vangetunnar í viðkynn-
ingu við fjölda fólks, þeim mun
sannfærðari er ég um, að konur
ráða þarna miklu meira um en jafn
vel þær sjálfar geta gert sér í hug-
arlund.
Sé karlmaður miður sín af þreytu,
áhyggjum og vantrausti, getur ekk-
ert fremur en traust og blíða kon-
unnar bætt um fyrir honum. Hún
getur breytt myndinni, frá
tíma hamingjuleysis í tímabil —
þar sem innileiki og ástúð vex og
bætir úr öllum misfellum.
ÁN
Viðskiptavinur ávarpaði enskan kolakaupmann og sagði:
„Get ég fengið eitt tonn af kolum? S‘il vous plait. (Gjörið svo vel).“
„Að sjálfsögðu," sagði kaupmaðurinn, „en af hverju segið þér s‘il
vous plait á frönsku?"
„Af því að nú erum við komnir í Efnahagsbandalagið," útskýrði
viðskiptavinurinn.
„Einmitt það? Já, auðvitað," sagði kolasalinn. „En viljið þér fá
kolin a la carte eða cul-de-sac (í umboði eða í poka?).“
Á þotuflugi til Suður-Evrópu var uppstrokinn farþegi, sem gerði
ötullegar tilraunir til að flækja eina flugfreyjuna í framtíðaráform
sín.
Hún tók bví kurteislega og hélt að því er virtist ósnortin áfram
starfi sínu í þjónustu hundrað farþega.
Þegar vélin hafði verið nálægt tveim stundum í loftinu, reyndi
hann í 117. sinn að koma fram ástleitni sinni við flugfreyjuna.
„Segðu mér annars, hvað þú vildir helzt vera,“ sagði hann.
„Farþegi,“ sagði hún og andvarpaði örþreytt.