Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 69

Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 69
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR — BJÖRN . . . 67 runnir í einni persónu, og var í Birni Kristjánssyni; að vísu hlaut þá oft að greina á — því að maður- inn Björn, átti bágt með að neita nokkurs manns bón, — en stjórinn var skyldur til að sjá um hag fé- lagsins, svo að ekki söfnuðust skuld ir. í samtíðinni varð mönnum það dálítið að orðum, hvernig þeim tví- förunum gengi að koma sér saman, — en þegar litið er á það mál, yfir þau ár sem síðan eru liðin, munu flestir sjá, að snilldarlega hefur verið stýrt þar milli skers og báru, — miðað við óumdeildar vinsældir hans, og hag félagsins, þegar lauk þar starfi Björns, en framkvæmda- stjóri var hann þar 31 ár. Björn var mikill elju- og starfs- forkur alla sína starfsævi, til hugar og handa, — gekk að hverju einu með oddi og egg og vildi láta allt ganga röggsamlega; því meira furð aði það mig og fleiri að sjá það og heyra, að hann gat tekið glaðlega undir við hvern þann, sem kom inn í skrifstofuna, og rætt við hann, þótt hann væri t. d. að leggja sam- an langa talnadálka — án þess það virtist tefja eða trufla nokkuð fyrir honum, — hvað þá ergja nokkuð hans góða skaplyndi. Þar að auki lét hann svo stundum aldinn föður sinn lesa upphátt sögur fyrir þá í skrifstofunni, t. d. þegar verið var að ljúka reikningum, úr áramótum — svipað og tíðkazt hafði við tó- vinnu í baðstofum gamla tímans, þótt sá siður væri víðast niður lagð ur, eða hverfandi, þá; hef ég engan annan þekkt, sem svo mjög gat skipt athygli sinni að bagalausu. Fyrstu ár Björns, á Kópaskeri, varð að flytja alla vöru milli skipa og lands á róðrarbátum, en fljóí- lega kom litill vélbátur til að draga nokkru stærri báta milli skips og lands; þrátt fyrir örðugar ástæður fékk afgreiðsla á Kópaskeri orð fyrir að vera einhver hin bezta sem þekkist —■ á hvaða tíma sólarhrings sem skipin komu. Eru það forn sannindi og ný, að traustum for- ingja fylgir liðið vel, — og ekki lá Björn í rekkju, meðan aðrir unnu. Ekki verða heldur taldar þær næt- ur, sem konan hans vakti til þess að hressa sveitamennina, sem þurftu sjálfir að umskipa sínum vörum, meðan á starfinu stóð. Það held ég fráleitt, að Björn hafi nokkurn tíma sótt eftir veg- tyllum, en grunar sterklega, að hann hefði helzt kosið að þurfa sem allra minnst að dreifa starfsgetu sinni út fyrir sitt kæra hérað. En hann komst ekki hjá því. T. d. sat hann Alþingi tvö kjörtímabil, éinn- ig var hann í stjórn SÍS tuttugu og tvö ár, í Síldarútvegsnefnd ein tuttugu ár, yfirskattanefnd léngi, hreppsnefndum — og vafalaust mætti telja fleira, ef áhugi væri á því. Ekki efa ég að hann hafi leyst öll þessi störf af hendi með sömu trúmennsku, — en þykist viss um, að heldur hefði hann kosið að starfa í friði heima í héraði. Þegar hann átti, ásamt öðrum, að jafna niður útsvörum í sinni sveit, virtist hann líta á það sem sína fyrstu skyldu að sjá um, að kaup- f élagsst j óranum (honum sjálfum) væri a. m. k. ekki hlíft, — en starfs síns vegna var hann meðal tekju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.