Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 17
BURT MEÐ FÆRIBANDIÐ
15
Og svarið kom eins og ósjálfrátt:
„Já, — en þetta er nú bíllinn
minn.“
í stórri verksmiðju í Flórída voru
framleiddir litlir útvarpssendar á
færibandi, sem meira en 20 konur
unnu við.
Hver kona staflaði tíu vélahlut-
um saman og sendi stimplaða til
þeirrar næstu.
Fjarvistarprósentan var há í
þessu starfi, og margar kvartanir
komu um gallaða framleiðslu.
„Þetta er svo hræðilega tilbreyt-
ingarlaust,“ sagði Linda Thompson,
24 ára. „Ég var bókstaflega að
springa."
En þá ákvað firmað að breyta
til, framleiða nýjan sendi með að-
eins þriðja hluta af þeim hluta-
fjölda, sem áður hafði verið. Og
nú sagði forstjórinn, Martin Coop-
er, við sjálfan sig:
„Hvers vegna ekki að láta hvern
einstakling sjá um sína senda?“
Þá væri unnt að afgreiða þá með
orðsendingu, eitthvað á þessa leið:
„Kæri viðskiptavinur, þennan
sendi hef ég framleitt og er hreyk-
in af. Ég vona, að hann verði til
ánægju. Ef ekki, þá látið mig vin-
samlega vita um það.“
Seðilinn átti hver stúlka að und-
irskrifa eigin nafni og láta fylgja
sendinum.
Þessi nýja starfsaðferð hófst í
ágúst 1971. Strax fækkaði fjarvist-
um, og kvartanir á hendur starfs-
fólki heyrðust varla framar.
Lykillinn að leiknum var þessi:
„Með því að fjarlægja færiband-
ið höfum við fengið starfsgleðina."
Árið 1960 kallaði stjórn spegla-
gerðarinnar Donnelly Mirrors í
Michigan 60 manna hóp af 460
manna starfsliði á fund sinn og
lýsti yfir:
„Frá þessum degi megið þið sjálf
ákveða, hve hratt þið spanið vél-
arnar og hvenær þið takið ykkur
hvíld.“
Verkstjórar fjarlægðu allar stimp
ilklukkur og færðu tímalaun í viku
laun. Árangurinn var auðsær og
birtist skjótt:
Aukin framleiðsla, hægt að lækka
speglana í verði, fjarvistarprósent-
an lækkaði úr fimm af hundraði
niður í einn af hundraði.
Ári síðar tók stjórnin í Donnelly
aðra ferska ákvörðun.
Hún bað verkamennina sjálfa að
ákvarða, hve mikið þeir vildu fá í
launauppbót sameiginlega á kom-
andi ári. Þeir stungu upp á 350
þúsund dollurum, 10 af hundraði
launasamningsins
Stjórnarnefnd firmans samþykkti
tillöguna og lýsti yfir:
„Til að veita slíkt verðum við
allir að vera samtaka um að gera
kostnaðinn sem allra minnstan.“
Á næstu þremur vikum komu
fram tillögur, sem lækkuðu kostn-
aðinn um hvorki meira né minna
en 600 þúsund dollara (um 54 millj.
króna).
Allir fastráðnir fengu 10 prósent
launahækkun, og þar að auki mán
aðaruppbætur, eftir því sem sparn-
aðaráætlanir báru sinn árangur.
MANNLEG AÐSTAÐA
Slíkar tilraunir eru nú að heita
má „alls staðar“ í framkvæmd.