Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
góða hæð og auðvelda leið til að
komast upp á hana. Rogallo er ein-
mitt það, sem umboðsmenn skíða-
aðstöðu þarfnast, nefnilega eitthvað
til að halda skíðalyftunum í gangi
allan ársins hring.
Einn af beztu flugtaksstöðum fyr
ir Rogallo-ista er við Look-Out
veitingahúsið, um það bil 700 m
fyrir ofan Elsinore-vatn í Kalifor-
níu. Bílastæðið þar rúmar u. þ. b.
hálfa tylft bíla. Eigandinn leyfir
að nota helming þess fyrir flug-
braut. Það er skarð í girðingunni,
sem umlykur staðinn, og því þarf
aðeins að hlaupa nokkur skref,
draga upp fæturna og svífa burt.
Líklegt þykir, að um 1000 sinnum
hafi verið flogið þaðan á síðasta
ári.
„Hvers vegna leyfir þú þeim að
nota öll þessi bílastæði sem við-
skiptavinir þínir þurfa?“, var eig-
andinn, Barbara Shea-han, eitt sinn
spurð. „Vegna þess að ég dái þá,“
svaraði hún.
Það er þannig með Rogallo-fólk-
ið. Hver getur líka verið á móti
því, að svona göfug íþrótt sé stund-
uð?
ÞM
Tveir litlir drengir, hver frá sínum skóla, rökræddu kristinfræði-
kennsluna.
„Við erum að læra hin tíu boðorð Guðs,“ sagði annar. „Ósköp er
margt, sem maður má ekki gera.“
„Þú mátt víst vera feginn, meðan þú ert ekki kominn eins langt
og við, í mínum bekk. Við erum komin að fyrirgefningu syndanna."
Blóffgjafar.
Lengi hefur verið álitið, að þeir, sem fengið hafa malaríu, mættu
ekki gefa blóð.
Nú hafa nýlegar rannsóknir sannað, að allt sé í lagi með blóð-
gjöf malaríusjúklinga þrem árum eftir að þeir tóku veikina.
Þessi breyting er byggð á því, að áhættan sé hverfandi eftir svo
langan tíma, jafnvel þótt sýkillinn berist með sníklum í blóð-
frumum. Endurskoðaðar regiur leyfa nú þúsundum fyrrverandi
lögreglumanna og innflytjenda frá malaríusýktum svæðum í Afr-
íku, Miðausturlöndum og Suður-Ameríku að verða blóðgjafar.