Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
gerla að framleiða duft, sem drep-
ur bjöllur þessar. Og nú fæst það
í verzlunum, sem selja efni og tæki
til garðyrkju.
í stað þess að ráðast beint að
sníkjudýrunum og sníkjujurtunum
reynist vísindamönnunum það
stundum heilladrýgra að rugla bara
sníkjudýrin og sníkjujurtirnar í
ríminu. Fáar skepnur er hægt að
í’ugla eins rækilega í ríminu og
baðmullarbjölluna, sem er grábrún
að lit og erfitt er að ná í og vinna
á. Þegar karldýrið nálgast baðm-
ullarekrur til þess að seðja þar
græðgi sína í baðmullarblómafræ-
in, þá er ómótstæðilegur ilmur lát-
inn lokka það inn í gildru, sem
líkist völundarhúsi. Það er málað í
aðlaðandi gulum lit, Bjallan held-
ur inn í völundarhúsið og kemst
aldrei út aftur.
Þessar tilraunir til þess að hrinda
ásókn erlendra sníkjudýra og sníkju
jurta spara bændum og neytendum
billjónir dollara árlega. Embættis-
menn ríkisins vinna með búnaðar-
samtökum og bændum í öllum
fylkjunum, 50 að tölu, einnig Kan-
ada, að því að hafa hemil á skað-
vænlegum sníkjudýrum og sníkju-
jurtum, sem hafa lengi haslað sér
völi á meginlandi Norður-Ameríku.
Og í annarri herferð, sem er ekki
síður stór í sniðum, hafa vísinda-
menn sýnt starfsfélögum sínum í
32 öðrum löndum, hve mikils virði
það er að leyfa þeim jafnframt að
heyja þessa baráttu í heimalöndum
þessara sníkjudýra og sníkjujurta.
Þúsundir skaðvænlegra skordýra
sækja að Bandaríkjunum árlega og
ógna þar jurta- og dýragróðri. En
það er þessum árvökulu ,,bardaga-
mönnurn" að þakka, að hættunni á
meiri háttar eyðileggingu uppskeru
og búfjár er haldið í lágmarki.
HÓ
Gasgleypar, gæti sín.
I sambandi við eldsneytisskortinn hafa margs konar kvillar gert
vart við sig meðal þeirra, sem súpa og þefa bílgasolíu. Allir, sem
soga til sín þess háttar efni gegnum gúmmíslöngu, eiga mikið á
hættu. Nokkur grömm eldsnevtis, sem gleypt eru þannig geta orðið
örlagarík. Minni háttar magn getur orsakað höfuðverk, ógleði, svima,
uppsölu, sjóntruflanir, hugtruflanir, taugalost, jafnvægistruflun,
andarteppu og krampateygjur.
Sé slíkum efnum andað að sér, getur það orsakað lungnabólgu,
sem læknast ekki við súlfalyf, heldur getur skyndilega lamað
lungun.
Þurfi að „súpa á“ eldsneyti bíla ætti því að nota til þess vél-
dælu en ekki munn og öndunarfæri.