Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
Ég átti bjarndýr
eftir VLADIMIR KOROTKEVICH
aðir minn var skógar-
* /S>
*
*
*
vi5 vörður. Afi minn hafði
vií verið skógarvörður og
E langafi minn líka á
■ undan honum. Allir
' frændur mínir í föður-
ætt höfðu verið skógarverðir, við-
höggvar eða vísindamenn um skóg
rækt og þess háttar.
Einungis ég var undantekning að
karlkyninu til, föður mínum og afa
til mikillar gremju.
Ég varð dýraterknari. Faðir minn
varð að sætta sig við þessa svik-
semi eftir mikil heilabrot. Hann
reyndi að lokum að telja sér trú
um, að dýrin tilheyrðu skóginum í
raun og veru, þar yrði ég að teikna
þau en ekki í einhverri dýrast.íu.
Samt er starf mitt mjög sérstætt,
og einmitt þess vegna er heimili
mitt alltaf yfirfullt af alls konar
dýralífi. Broddgöltur á bæli undir
rúminu, og sé hann þar ekki þá
sofa skjaldbökur og grísir í bælinu
hans. Fiskabúrum er raðað eftir
gluggasillunum öllum endilöngum.
Ég hef átt marga bjarndýrshúna,
úlfa, hlébarða, og Guð má vita, hvað
fleira. En langbezt líkar mér við
birni. Sú blíða hófst í bernsku
minni. Ég man eftir skógarvarðar-
kofanum, sem við bjuggum í, al-
veg við hjarta Zafeyevsky skógar.
Það var fólkvangur í Byelo-Rúss
landi.
Úr þakgluggum kofans sást yfir
endalausa víðáttu blágrænna skóga.
Einhvers staðar í fjarska glitti á
Dnieprfljót, og nokkrum kílómetr-
um handan árinnar var smá borg.
Þaðan öfluðum við okkur allra
bráðustu lífsnauðsynja og þar heim
sóttum við stundum góða vini.
Dag nokkurn, þegar ég var tíu
ára að aldri, kom skógarvörður ná
grennisins og færði okkur bjarn-
dýrshúna. Veiðimenn höfðu rekizt
á híði, skotið móðurina, tekið einn
húninn sjálfir en gefið hina til
granna sinna.
Faðir minn varð alveg í uppnámi: