Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
ur eðli málsins, getur einmitt meira
gert til úrbóta en nokkrum lækni
eða sálfræðingi yrði mögulegt.
En hvað þarf þá kona að vita um
vangetu til að veita slíka hjálp?
í fyrsta lagi kemur vangeta fram
á margvíslegan hátt.
í sumum tilfellum taka kynfæri
mannsins engum breytingum, þótt
ætlað sé að njótast, eða þá aðeins
augnablik og hjaðna svo aftur.
Aftur á móti verður sumum strax
sáðfall og síðan ekki söguna meir.
Stundum er allt í lagi með að-
förina, en sáðfall verður ekki. Þetta
er samt fremur fátítt, en mjög þjak
andi.
Þegar svo er, hættir mörgum við
að breiða yfir brestina með minnk-
andi áhuga á öllum kynmökum.
Sálfræðingar greina gjarnan milli
frumstæðrar og áunninnar vangetu.
Hin frumstæða er þannig, að
maðurinn hefur aldrei verið fær til
samfara. Hin áunna vangeta þróast
kannski eftir margra ára eðlilega
kyngetu.
Oft eru heilsufarslegar orsakir til
vangetu t. d. sykursýki, flogaveiki
eða eitranir.
Þess vegna ætti jafnan fyrst og
fremst að leita læknisráða, ef van-
geta gerir vart við sig.
En í flestum tilfellum eru orsakir
fremur andlegar en líkamlegar
truflanir.
Einn sjúklinga minna kenndi
vangetu eftir hálfs árs hjónaband.
Eftir mörg samtöl kom upp úr kaf
inu bernskuminning, frá því að
hann var sex ára að aldri.
Hann hafði verið truflaður í
„læknisleik" við litla vinkonu sína.
Pabbi hans hafði sleppt sér af
hneykslun og flengt hann í æðis-
kasti fyrir þessa barnalegu forvitni
og framkomu.
Þessi „sjúkleiki11 var beinlínis
búinn til á æskuheimili hans, með
því að telja allt kynlíf saurugt og
syndsamlegt. Og úr þeim fordóm-
um hafði hann svo ekki losnað.
Svipað verður oft hjá mönnum,
sem eiga stranga feður og drottn-
unargjarnar mæður. Þeir öðlast al-
drei sjálfstraust og öryggi og sízt í
kynlífi.
Oft er áunnin vangeta í sambandi
við áköf geðbrigði, deilur, áhyggj-
ur eða óleyst vandamál af ýmsu
tagi.
Nú á dögum er svo mikið rætt
og ritað um kynlíf og samlíf, að
margir líta á allt slíkt sem nokkurs
konar þolraun eða prófraun í karl-
mennsku og manndómi, en ekki
fyrst og fremst sem hið náttúru-
lega stig í aðdráttarafli kynjanna
og ástar milli karls og konu.
Þessi fjarstæði „prófskrekkur"
hefur eða getur haft mjög neikvæð
ar afleiðingar fyrir kyngetu og ást-
ir.
Enskur vísindamaður A. J. Coop-
er að nafni, prófessor í sálfræði við
Edinborgar-háskóla, hefur gert sér-
stakar rannsóknir á 49 tilfellum
vangetu, og komizt að raun um, að
sjálfur óttinn við vangetu var meg-
inorsök þessa sjúklega ástands.
En með viljaákvörðun einni sam-
an er engum manni þetta fremur
mögulegt en að sofna eftir skipun.
Án syfju enginn svefn, án löngun-
ar engin geta.
En sé þessi staðreynd viðurkennd,