Úrval - 01.04.1974, Side 6

Úrval - 01.04.1974, Side 6
4 ÚRVAL ur eðli málsins, getur einmitt meira gert til úrbóta en nokkrum lækni eða sálfræðingi yrði mögulegt. En hvað þarf þá kona að vita um vangetu til að veita slíka hjálp? í fyrsta lagi kemur vangeta fram á margvíslegan hátt. í sumum tilfellum taka kynfæri mannsins engum breytingum, þótt ætlað sé að njótast, eða þá aðeins augnablik og hjaðna svo aftur. Aftur á móti verður sumum strax sáðfall og síðan ekki söguna meir. Stundum er allt í lagi með að- förina, en sáðfall verður ekki. Þetta er samt fremur fátítt, en mjög þjak andi. Þegar svo er, hættir mörgum við að breiða yfir brestina með minnk- andi áhuga á öllum kynmökum. Sálfræðingar greina gjarnan milli frumstæðrar og áunninnar vangetu. Hin frumstæða er þannig, að maðurinn hefur aldrei verið fær til samfara. Hin áunna vangeta þróast kannski eftir margra ára eðlilega kyngetu. Oft eru heilsufarslegar orsakir til vangetu t. d. sykursýki, flogaveiki eða eitranir. Þess vegna ætti jafnan fyrst og fremst að leita læknisráða, ef van- geta gerir vart við sig. En í flestum tilfellum eru orsakir fremur andlegar en líkamlegar truflanir. Einn sjúklinga minna kenndi vangetu eftir hálfs árs hjónaband. Eftir mörg samtöl kom upp úr kaf inu bernskuminning, frá því að hann var sex ára að aldri. Hann hafði verið truflaður í „læknisleik" við litla vinkonu sína. Pabbi hans hafði sleppt sér af hneykslun og flengt hann í æðis- kasti fyrir þessa barnalegu forvitni og framkomu. Þessi „sjúkleiki11 var beinlínis búinn til á æskuheimili hans, með því að telja allt kynlíf saurugt og syndsamlegt. Og úr þeim fordóm- um hafði hann svo ekki losnað. Svipað verður oft hjá mönnum, sem eiga stranga feður og drottn- unargjarnar mæður. Þeir öðlast al- drei sjálfstraust og öryggi og sízt í kynlífi. Oft er áunnin vangeta í sambandi við áköf geðbrigði, deilur, áhyggj- ur eða óleyst vandamál af ýmsu tagi. Nú á dögum er svo mikið rætt og ritað um kynlíf og samlíf, að margir líta á allt slíkt sem nokkurs konar þolraun eða prófraun í karl- mennsku og manndómi, en ekki fyrst og fremst sem hið náttúru- lega stig í aðdráttarafli kynjanna og ástar milli karls og konu. Þessi fjarstæði „prófskrekkur" hefur eða getur haft mjög neikvæð ar afleiðingar fyrir kyngetu og ást- ir. Enskur vísindamaður A. J. Coop- er að nafni, prófessor í sálfræði við Edinborgar-háskóla, hefur gert sér- stakar rannsóknir á 49 tilfellum vangetu, og komizt að raun um, að sjálfur óttinn við vangetu var meg- inorsök þessa sjúklega ástands. En með viljaákvörðun einni sam- an er engum manni þetta fremur mögulegt en að sofna eftir skipun. Án syfju enginn svefn, án löngun- ar engin geta. En sé þessi staðreynd viðurkennd,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.