Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 111
ÁSTKONUR BYRONS
109
leyfir, að svo verði. Og sem fyrsta
tákn hollustu minnar, býð ég fram
mína fyrstu ráðleggingu. Lagaðu
hégómagirnd þína, sem er brosleg.
Dragðu úr fjarstæðukenndu ofríki
gagnvart öðrum. Og — láttu mig í
friði. Þinn auðmjúkur þjónn.
Byron.“
Þessu var þá lokið, hvað hann
snerti. En svo varð aldrei af henn-
ar hendi. Hatur og ást æstust á víxl
í vitund hennar. Á nýjum einkenn-
isklæðnaði þjóna sinna fyrirskipaði
hún hnappa áletraða á latínu. „Ne
crede Byron“ —• aldrei trúa Byron.
Hún falsaði bréf með rithönd
hans og sendi til útgefanda hans til
að fá, ef auðið yrði, mynd, sem hann
hafði neitað henni um. Hún bauð
ungum svöllurum í London hylli
sína, ef þeir vildu skora Byron á
hólm fyrir hennar hönd.
Hún hélt sérstaka hátíð með víS-
eigandi helgisiðum í Brocket Hall
fyrir ungar stúlkur í þorpinu
íklæddar hvítum skikkjum, þar
sem eftirlíking af Byron var brennd
á báli og bókum sem hann hafði
gefið henni, ásamt hárlokki af hon-
um var varpað á eldinn, og síðast
fékk eldurinn afrit af bréfum hans
•— frumritin geymdi hún hins veg-
ar vandlega.
Hún gerði umsát um hús hans í
London. „Hún kemur alltaf ein-
hvern tíma,“ skrifar hann. „Hvert
sinn sem dyr opnast, kemur hún.“
Einu sinni fann hún engan heima.
Bók eftir Beckford lá þar á bohði.
Hún fletti henni upp og hripaði yf-
ir titilblaðið. „Mundu mig“.
Þegar Byron kom heim, sá hann
áletrunina á bókinni. í reiðikasti
settist hann við borðið og skrifaði
átthendu:
„Muna þig. Muna þig.
Til þess er Leþa sekkur
brennandi loga lífsins
skal iðrun og skömm
verða förunautar þínir,
og elta þig sem óráðsdraumur.
Muna þig. Muna þig.
Þinn eiginmaður ætti að hugsa um
þig.
Hvorugum munt þú gleymast.
Honum fölsk, en fjandi minn.“
Æðisgangur Caroline náði há-
marki að kvöldi 5. júlí 1813.
Á stórum dansleik, sem haldinn
var af Katharine Heathcote, stóðu
þau Byron og Caroline augliti til
auglitis allt í einu. Hljómsveitin lék
vals. Caroline sagði við Byron. „Ég
geri ráð fyrir, að mér sé ætlaður
þessi vals.“
Hann svaraði í styttingi. „Alltaf
til í tuskið.“ Þegar dansinum var
lokið, dró hún sig að honum. Hann
var þá á tali við konu, og hvíslaði
háðslega í átt til Caroline: „Ég dáð
ist að slægð þinni.“ Hann bjó sig
til að fjarlægjast hana. En þá fór —
eins og hann lýsir síðar:
„Hún greip um hönd mér og
þrýsti henni að einhverju egghvössu
verkfæri, og sagði: „Ég ætla að nota
þetta!“ En ég svaraði: ,,Á mig, geri
ég ráð fyrir“.“
Þegar hann gekk brott, hrópaði
hún: „Byron,“ og þaut fram í borð-
stofu og fór að skera á arma sér
með beittum ávaxtahníf.
Óttaslegnir veizlugestir reyndu