Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 95
ÁSTKONUR BYRONS
93
„Þegar Byron slæptist inn í hót-
elið, þar sem Shelley bjó, 25. maí,
haltrandi á sinn „ódauðlega hátt“,
sem hann gat aldrei leynt aiger-
lega, þá hafði Claire tengt bók-
menntalega jöfra. Það samband
hlaut að hafa geysimikil áhrif á
menn yfirleitt og einkum brezka
lífsskoðun.“
Þótt Byron og Shelley dáðust
hvor að öðrum, var Shelley ekkert
yfir sig hrifinn.
„Byron er ákaflega áhugaverð
persóna,“ skrifaði hann einum vina
sinna, skáldinu Thomas Peacock,
„og einmitt þess vegna þykir mér
miður að neyðast til að viðurkenna,
að hann er þræll lágkúrulegustu og
grófustu fordóma og óður eins og
vindar loftsins.“
Shelley, Mary og Claire leigðu
sér sumarhús við vatnið. Þetta hús
var kallað Mont Allegre. En Byron
lávarður flutti þá inn í einbýlishús
að nafni Diodati, og var aðeins vín-
garður milli húsanna.
Þau voru nágrannar í þrjá mán-
uði. Þau sigldu fjögur um vatnið og
skiptust á sögum í ljósaskiptum
dags og nætur. Þetta voru yfirleitt
draugasögur, og á einni af þessum
skemmtisiglingum fékk Mary hug-
myndina að bók sinni „Dr. Frank-
enstein og skrímslið hans“.
Þau reikuðu um undir akaziu-
trjánum, þar sem Gibbon hafði lok
ið við bókina um „Hnignun og fall
rómverska keisaradæmisins".
Þau horfðu í rökkrinu í geig-
blandinni undrun á skuggalega
turna Chillons kastala.
„Ég heid, að frú Claire sé bannsett
tík,“ sagði Byron eitt sinn um Claire
Claii*mont. Hún sagði einu sinni, að
hún vildi heldur, að hún gæti verið
vinur Byrons en ástkona hans. Hún
ól honum dóttur, Allegru, sem dó
úr taugaveiki, 5 ára gömul, í
klaustri, þar sem faðir hennar hafði
sett hana.
Sú sjón varð vakinn að ljóði By-
rons um eilífð hins hrekklausa huga
í kvæðinu „Fanginn í Chillon".
Claire hélt áfram að sofa hjá By-
ron, og allan tímann óttaðist hann
þó, að orðrómur um athæfi þeirra
mundi berast til London.
Hálfkveðnar vísur og óvæntar
heimsóknir hennar voru honum
jafnan til skapraunar, sérstaklega
þó hið síðarnefnda, því að enskir
ferðamenn við vatnið höfðu lagt
þáð í vana sinn að beina sjónauk-