Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 39
ÞAÐ ER GAMAN AÐ VERA LÍTILL
37
í miðaldahöll á hæð í höfuðborginni býr enn hin konunglega fjölskylda
í Liectenstein. — En henni er sjaldan boðið til opinberra heimsókna er-
lendis, finnst furstafrúnni.
Það er tiltölulega bezt iðnvætt
allra landa. Það er eina landið, sem
kvartar yfir skorti á lögfræðingum.
Það er eina landið, sem enn á í
stöðugri styrjöld við Prússland! Það
gleymdist nefnilega við friðarsamn-
ingana í prússnesk-austurríska stríð
inu 1866, að Liechtenstein hafði ver
ið meðal óvina Prússlands, og þess
vegna voru engir friðarsamningar
undirritaðir við það!
Nú er það um seinan. Liechten-
stein litla lifir í góðu gengi, en
Prússland hið mikla er úr sögunni
að fullu og öllu.
Þetta litla furstadæmi, sem er að-
eins 157 ferkílómetrar að stærð, er
á milli Austurríkis og Sviss. Aust-
urriki var verndari þess í fyrri
heimsstyrjöld. Nú er það undir
vernd Sviss.
Samkvæmt tilmælum Liechten-
steinbúa féllst Sviss á það árið 1924
að taka landið í tollabandalag og
annast varnarmál þess og gæta þess,
að fullveldi þess væri virt af öðr-
um þjóðum.
Hve furðulegt þetta fyrirkomulag
er í framkvæmd, kom greiniiega í
ljós í annarri heimsstyrjöld, þar sem
Liechtenstein gætti svo strangrar
hlutleysisstefnu, að verndarsveitun
um frá Sviss var meira að segja
bannað að koma yfir landamærin.
Þessar verndarsveitir voru þó eig-
inlega varnarlið landsins sjálfs!
Flestir líta á Liechtenstein eins
og nokkurs konar „brandara" eða
skringilegheit. En hvað gerir til
með það, ef brandarinn er af hinu
góða?
Liechtenstein er dýrðlegt land.