Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 89
ASTKONUR BYRONS
87
Irving Wallace ritar sanna sögu um rómantíska skáldið
fíyron lávarð og konur þær, sem unnu honum. Ritsmíð þessi
birtist í bók hans.
Hér birtist á íslenzku úrdráttur úr frásögn þessari.
rið 1922 drukknaði Per-
m
*
vj/
sy.
‘t *
A *
Y. *
*
í nánd
Hann hafði því legið í
Byron lávarður hafði
látizt úr hitasótt í rúmi sínu í
Missolonghi í Grikklandi 1824 og
verið í gröf sinni í 55 ár, þegar hér
var komið sögu.
En með þeim hafði tímabil róm-
antísku stefnunnar í bókmenntum
heimsins gengið til grafar.
Árið 1879 var mannkynið gengið
yfir þröskuldinn til nýs heims —
inn á svið iðnaðar, vísinda og vél-
tækni — til þess raunveruleika,
sem enn ræður. Menn, sem eru
máttarstólpar nýja tímans, að
nafni, voru þá þegar að verki. John
Rockefeller var fertugur, Thomas
Edison 33 ára, Bernard Shaw og
Sigmund Freud 23 ára, Henry Ford
og William R. Hearst 16 ára að
aldri.
Á fyrsta misseri ársins 1879 í
þessu nýja, æðisgengna umhverfi,
bjó í Florence, huldu höfði og næst
um gleymd, ein hinna fáu, sem enn
lifðu frá mistruðum, leyndardóms-
fullum heimi rómantískrar fortíð-
ar, kona að nafni Claire Clair-
mont, 81 árs að aldri.
Smávaxin ensk kona, með hvít-
an hrokkinkoll í hrafnsvörtum silki
kjól, eins fjarlæg tímanum 1879 að
öllu leyti eins og hægt væri að
hugsa sér Byron sitjandi við síma.
Þessi aldraða Claire Clairmont var
nefnilega ein hinna fáu, sem enn
lifðu og höfðu þekkt þessi róman-
tísku skáld persónulega. Og vissu-
lega höfðu kynni þeirra verið mjög
náin. í nokkur ár hafði þessi litla
kona verið í fylgd með risum.
Áður en hún var 25 ára að aldri,
hafði hún bæði verið vinkona og
innblástur Shelleys og móðir óskil
getins barns Byrons.
Claire Clairmont var fædd í
London 27. apríl 1798. Hún var
annað barn illa lyntrar kaupsýslu-
konu og svissnesks kaupmanns.
Þrem árum eftir lát föður síns
fluttist móðir hennar, Mary Clair-
mont, í Skinner Street. Næsti ná-