Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
En hitt var að skoða 10—12 önn-
ur fjöll, sem ýmsir vísindamenn
fullyrða að séu „hið rétta Sinai-
fjall“.
Að sjálfsögðu gætum við ekki séð
þau öll, þar eð 300 kílómetra fjar-
lægð er milli sumra þeirra, og þar
að auki eru þau í þremur löndum:
Jórdaníu, Saudi-Arabíu og þeim
hluta egypzku Sinai, sem ísraels-
menn ráða yfir.
Við höfðum einn bezta ferðafé-
laga, sem hægt var að hugsa sér,
Menashe Har-El, sem er prófessor
og fyrirlesari við tvo af helztu há-
skólum ísraels.
Lengi hefur hann lagt stund á
rannsóknir varðandi ferðalag Móse
um eyðimörkina forðum daga og
það land og landkosti, sem þá var
um að ræða.
Hann hafði því víða lagt leið
sína um þessar slóðir, tjaldað þar
og búið ótal sinnum og meira að
segja gefið syni sínum nafnið Sinai.
Og nýlega hefur hann komið vin-
um sínum í opna skjöldu með út-
gáfu bókar, þar sem hann setur
fram kenningu um eitt fjallið enn,
hið 13., sem talið hefur verið „tind-
ur hinna 10 boðorða".
Auðvitað höfðum við hjónin
kynnt okkur vandlega aðra Móse-
bók.
Sagan sýnist svo einföld. Móse og
ísraelsmenn flýja frá Egyptalandi.
Vötn Rauða hafsins klofna fyrir
krafti Guðs, og fólkið gengur þurr-
um fótum yfir hafsbotninn og ætl-
ar svo að sameinast gegn egypzka
hernum, sem eltir það.
En Móse leiðir ísraelsmenn yfir
eyðimörkina, oft hungraða og
þyrsta, og að síðustu ná þeir til
Sinaifjalls, þar sem Móse fær lög-
málstöflurnar í hendur og ættkvísl
irnar tólf gera sáttmála við Jahve,
Guð.
Því næst halda þeir lengra út á
eyðimörkina og koma áratugum
seinna til Hins fyrirheitna lands,
Kanaan.
í annarri og fjórðu bók Móse, eru
þeir staðir nefndir með nöfnum,
sem stanzað var á. En það bætir
lítið úr skák, því að fæst þessara
nafna finnast nú á landabréfum.
FYRSTU SPORIN
Við hófum ferðalagið með flugi
frá Tel-Aviv ásamt Har E1 pró-
fessor, yfir Sinaiskagann. Margar
eyðimerkur hef ég augum litið en
enga hrjóstrugri eða dauðalegri en
þá, sem lá neðan vængja litlu flug-
vélarinnar okkar.
Einhvers staðar þarna niðri í
auðninni lagði Móse og fólk hans
af stað í frægustu þjóðflutninga
veraldarsögunnar 1250 f. Kr. Það
tók ættkvíslirnar tólf 40 ár að fara
sömu vegalengdina og litla flugvél-
in okkar fer á 90 mínútum.
Á strönd Súezflóans settumst við
inn í jeppa og ókum af stað.
Fyrst ætluðum við að skoða fjall-
ið, sem Har E1 telur hið rétta Sinai
fjall.
Á leiðinni útskýrði hann fyrir
okkur, að fyrst yrðum við að finna
hafið, þar sem eyðimerkurgangan
hófst og allir gengu yfir „þurrum
fótum".
Það heitir Yam Suf á hebresku.
í biblíuþýðingum fyrri tíma er það