Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 113
ÁSTKONUR BYRONS
111
inn Lord Melbourne, gerður að for
sætisráðherra í stjórn Viktoriu Eng
landsdrottningar, og síðar varð
hann hennar umsjónarmaður og
einkaráðgjafi.
Sennilega lýsir hann þessu bezt
á hinn stuttaralega hátt mælsku
sinnar, hvort sem hann á þar við
Caroline og Byron eða Caroline og
sjálfan sig. En þar segir hann:
„Hvorki maður eða kona verða
nokkurs virði, fyrri en þau hafa
uppgötvað, að þau eru kjánar. Það
er fyrsta skrefið til að verða virð-
ingarverður og viðfeldinn. Fyrr en
það spor er stigið, er allt vonlaust.“
Caroline Lamb hafði legið fimm
ár í gröf sinni, þegar Teresa Guicc-
ioli greifafrú kom fyrsta sinni til
Englands. Sé reiknað með. að Caro
line hafi verið fyrsta unnusta By-
rons, má telja Teresu hina síðustu.
Hámark ferðar Teresu var að koma
að gröf elskhuga síns. Byron hafði
verið neitað um greftrun í West-
minster Abbey. Kista hans var því
lögð við hlið móður hans í grafreit
ættarinnar í litlu kirkjunni í Huck
nall Torkard rétt hjá Newstead.
Og nú, átta árum eftir greftrun
Byrons, kom síðasta ástkona hans
að legstaðnum í fylgd forvitinna
blaðamanna.
„Frúin fór alein inn í. kirkjuna,"
segir blað eitt. „Úr dyrunum, áður
en þeim var lokað, sást hún leggj-
ast niður á fánana, sem huldu leg-
stað Byrons. Þarna dvaldist hún al
ein inni í kirkjunni, meðan þjónn
og fylgdarmaður beið útifyrir,
hreint ekki skamma stund —
klukkutíma eða meira, held ég.“
Þeir í London, sem þekkt höfðu
Caroline Lamb og nú sáu Teresu,
hlutu að verða hissa á því, hve
keimlíkar þær voru í sjón. Byron
var það raunar strax ljóst og hann
skrifaði einum vina sinna:
„Hún er nokkurs konar ítalskt
afbrigði af Caroline Lamb, en hún
er miklu fallegri og ekki eins villt.
Hún hefur þetta sama heitrauða
höfuð, sömu fyrirlitningu gagnvart
áliti múgsins, með yfirbyggingu þá
alla, sem Ítalía getur bætt við svo
náttúrlega manngerð."
Byron hafði því að vissu leyti
byrjað og endað með Caroline
Lamb. Þessi ítalska Caroline hans
var fædd í Ravenna árið 1800. Svo
sem hin efnilegasta af fimm dætr-
um Gambas greifa, var Teresa upp
alin í nýtízku klaustri, Santa Chi-
ara í Faenza.
Átján ára — með yfirbragð eftir-
tektarverðrar, hraustrar, róslitaðr-
ar, glaðlyndrar sveitastúlku — var
hún neydd til hjúskapar með auð-
ugum, rauðbirknum nærsýnum
saurlífissegg — 57 ára gömlum
greifa að nafni Alessandro Guicci-
oli. Hún var þriðja konan hans.
Þrem dögum eftir brúðkaupið
sáust þau Byron og hún í fyrsta
sinni. Hún var reyndar of þreytt,
örmagna og taugaspennt til þess að
geta orðið hrifin undir eins af
nokkrum. En tæpu ári síðar sáust
þau Byron aftur í veizlu í Feneyj-
um, í apríl 1819. Og nú voru örlög
hennar ráðin. Hjónaband hennar og
greifans hafði reynzt sérlega ógæfu
samt. Hún svaf ein í baðherbergi,
ávarpaði eiginmanninn með signor
titli og hafði komizt að raun um,
að engir formlegir ástareiðar gátu