Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 103
ÁSTKONURBYRONS
101
það vera Shelley og Williams. Kon-
urnar þrjár, Mary, Claire og Jane,
hver með sinn missi („erum tened-
ar í sorgum einni pyngju og tened-
ar í lífinu þetta andartakið", skrif-
ar Mary), urðu eftir heima. Þeir
Trelawny, Byron og Hunt fóru til
að annast lík vina sinna og búa til
greftrunar — eða réttara sagt bál-
farar.
Það var í hitasvækju hádasssól-
ar, sem jarðneskar leifar Shelleys,
sem hvíldu á trjáflekum í járn-
kistu, voru færðar í logann. Byron
virti hann augnablik fyrir sér og
andvarpaði:
..Er þetta mannslíkami? Það lík-
ist miklu fremur kindarskrokk eða
emhverri skepnu en manni. Þetta
er hæðnislegur harmleikur hroka
vors og heimsku.“
Hann tók á rás niður að vatninu
oe kallaði til Trelawny:
„Við skulum reyna vatnið, sem
varð vinum okkar að bana.“
Eftir stuttan sundsprett hélt Tre-
lawny aftur að landi. Bálförinni var
að mestu lokið.
Hann sagði seinna: „Byron bað
mig að geyma bein fyrir sig. En
har eð ég hafði heyrt, að hann
hefði áður notað slíkt sem drykkj-
arker, var ég ákveðinn í því. að
hann skyldi ekki saurga bein Shell
evs. Hinar einu leifar, sem enn voru
eftir, var kjálki og hauskúpan og
bað. sem við undruðumst mest,
hjartað.
Eg brenndist á höndum við að
revna að ná því úr brennandi ofn-
inum.“
Trelawny gaf Leigh Hunt hjarta
Shelleys.
Síðasta hjákona Byrons, ítalska
greifynjan Tertesa Guiccioli. Hún
giftist frönskum aðalsmanni eftir
lát Byrons, og hann kynnti hana
stundum þannig „Konan mín, fyrr-
um hjákona Byrons lávarðar“.
Síðar afhenti hann Mary það.
Alla ævi geymdi hún það í silki-
klæddu skríni og hafði það með á
ferðalögum sínum.
Þegar sonur hennar, Sir Percy,
dó árið 1889, var hjarta Shelleys,
sem þá var geymt í silfurskríni,
grafið með honum.
Tveim mánuðum eftir lát Shell-
eys fór Claire með 10 pund í vas-
anum að hitta eldri bróður sinn
Charles, sem lofaði að útvega henni
kennslukonustarf í Vínarborg. En
Claire fannst Vínarborg óþolandi.
Síðar bauðst henni tækifæri til
að verða kennslukona hjá auðugri