Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 99
ASTKONUR BYRONS
97
þverrandi, en samt er hún eins fal-
leg og fyrr.“
Fyrir tilmæli Shelleys leyfði By-
ron Allegru að dveljast hjá móður
sinni í nokkra mánuði.
Þegar hún var svo þvinguð til að
láta dóttur sína aftur af hendi við
Byron, ákvað Claire að leggja af
stað í skemmtiferð með Shelley-
fólkinu, til Rómar og' Napoli.
Þegar hún kom til Napoli, komst
Mary að því, að svissneska fóstran,
Elísa, var ófrísk af völdum þjóns-
ins Paolo Foggy. Hún lét þau gift-
ast og útvegaði þeim aðra vinnu.
Paolo ákvað að hefna sín.
Hann lét Elísu segja Hoppner-
hjónunum í Feneyjum sögu sína, og
þau sögðu aftur Byron lávarði.
Hann kom á loft þeim orðrómi,
að Shelley og Claire héldu saman
og samband þeirra hefði leitt af sér
fæðingu lítillar stúlku!
Hoppner opinberaði þessar óhugn
anlegu fréttir í bréfi til Byrons, sem
var dagsett 16. september 1820.
Hann bað Byron að halda þessu
leyndu en hélt svo áfram:
„Ég vil því nota tækifærið til að
lýsa því yfir, að rétt sé, að þú hafir
þá stefnu viðvíkjandi Allegru og
uppeldi hennar, sem þú tókst strax,
að hún verði sem minnst á vegum
móður sinnar. Þar ætti hún aldrei
að vera.
Þig hlýtur að hafa grunað, með-
an Shelley og Claire voru hér, að
hún væri þá með barni eftir hann,
alltaf var hún lasin og undir lækn-
ishendi. Ég er sannfærður um, að
öll lyfin, sem hún svelgdi í sig, áttu
að gera fleira en að viðhalda heilsu
hennar.
Latfði Caroline Lamb. Þegar hún
hitti hann fyrst, skrifaði hún í dag-
bók sína, að þessi maður væri óð-
ur, vondur og hættulegur, en þau
yrðu örlög sín að gefast honum.
Samband þeirra eyðilagði hjóna-
band hennar. Hún lét síðar þjóna
sína bera á einkennisbúningunum
hnappa, sem á stóð „Trúið ekki
Byron“.
Frásögn Elísu kemur vel heim við
það, sem hér kom í ljós í sumar.
Hún sagði okkur meira að segja,
að Claire skammaðist sín ekki fyrir
að óska frú Shelley dauða og segja
við Shelley, svo að hún heyrði, að
óskiljanlegt væri, að hann skyldi
búa með slíkri skepnu."
Ári síðar, þegar Shelley heimsótti
Byron í Ravenna, braut Byron
þagnarheit sitt og sagði honum allt
af létta, nema þó sín eigin orð, er