Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 35
HANG-SVIF — FLUG FYRIR ALLA!
33
(of lítill flughraði). Nei. Rogallo-
vængurinn er mjög spakur hvað
snertir hina sígildu hættu í flugvél
um, þ. e. ofris. Vængurinn er nokk-
urs konar fallhlíf. Hann kemur þér
sæmilega rólega niður, en þó með
smá hliðarhreyfingu, sem gæti snú-
ið upp á ökkla, eða, þegar þú reyn-
ir ósjálfrátt að minnka höggið, brák
að eða brotið ristina. Aðrar hættur:
Tilraunir til flugs í mikilli hæð, áð-
ur en þú hefur náð góðri stjórn á
lægra flugi; flug í of miklum vindi.
Notkun á lélegum bráðabirgðaút-
búnaði. Kæruleysisleg meðferð á
jörðu niðri (ef þú heldur vængnum
t. d. ekki á réttan hátt, gæti hann
fokið á hvolf og þú með).
Þegar þú ert orðinn þjálfaður,
lærirðu ennþá skemmtilegri hluti.
Einn þeirra er raunverulegt „svif-
flug“. Þú helzt uppi og klifrar jafn-
vel með því að fljúga fram og til
baka í uppstreymi sem myndast,
þegar vindur blæs á fjöll eða hæð-
ir. Flug í einn klukkutíma er ekki
lengur talið neitt markvert. Metið
er 8 klst. og 24 mínútur. Það var
sett af 23 ára gömlum Kaliforníu-
búa.
Með Rogallo gætirðu flogið ann-
ars konar svifflug, sem hér á landi
er í daglegu tali kallað „Termik-
flug“ (uppstreymis-flug), dregið af
enska orðinu thermal eða hitaupp-
streymi. Þar sem þú flýgur í hringi
í sívölu uppstreymisformi heits
lofts, sem rís frá sólhitaðri jörð.
Rogallo-vængir hafa klifrað hundr-
uð feta. í hinu sterka hitaupp-
streymi í eyðimörkum munu þeir
fljótlega klifra þúsundir feta. Það
er stórkostlegt. Það er líka bráð-
fyndið, að eftir allan þennan tíma
skuli það koma í ljós, að maðurinn
getur flogið á allt að því engu. Fólk
hefði getað flogið fyrir mörgum
öldum síðan.
Nýjasta Rogallo-ævintýrið hófst
á síðasta ári. Þú klifrar upp á hæsta
fjall, sem þú finnur, breiðir úr
vængjunum og svífur niður í næsta
dal! Venjulega stendur þetta flug
yfir í meira en 10 mín., lóðrétt vega
lengd (hæð) um 1,5 km, en lárétt
vegalengd um 7—8 km. Rogallo-
istar hafa svifið af svonefndum
Pikes Peak, tæplega 5000 m yfir
sjávarmáli. í Kaliforníu hefur ver-
ið farið flug ofan af Dantes View,
niður í Dauðadal, nærri því 1800
metra fall. Flestar þessara ferða
voru farnar af flugkennurum og
reyndum listflugmönnum. En ný-
lega flaug 24 ára gömul kennslu-
kona, Carol B. Price, frá Glacier
Point, 1000 m yfir Yosemite Valley.
Smátt og smátt eru gerðir góðir
vellir fyrir þetta „hang-svif“, sem
áhugamenn geta notað. Unnið er að
áætlunum í Torrence og Los Ange-
les í Kaliforníu um opnun svæða
fyrir almennt „hang-svif“. Að auki
hefur skógræktarþjóusta USA látið
í Ijós áhuga á að leggja iðkendum
til landssvæði. Almenn svæði eru
farin að skjóta upp kollinum. í ná-
grenni við Los Angeles býður stór
búgarður svifiðkendum og áhorf-
endum aðstöðu, gegn gjaldi.
Hang-svif og skíðaiðkun gætu
fljótlega átt saman. Þessar tvær
íþróttir falla í góðan jarðveg hjá
fólki sama sinnis og eru á svipuðu
áhættustigi. Skíðastaðir hafa það,
sem Rogallo-istar þarfnast, stóra og