Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 115

Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 115
ÁSTKONUR BYRONS 11 Samt var fleira, sem hann þurfti að segja. Neðanmáls var ritað: „Hve miklu hamingjusamara en ég er þó þetta bréf. Innan fárra daga verður það milli handa þér — og ef til vill berð þú það að vörum þér. í þeirri von kyssi ég það lil kveðju. Blessuð, elskan mín.“ En bréf voru Teresu ekki nóg. Hún varð veik og bað Byron að koma til Ravenna og heimsækja sig á heimili eiginmanns síns. Byron varð óttasleginn yfir dirfsku henn- ar. „Töframærin hlaut að hafa gleymt þeim, sem blístra á mann bæði á undan og eftir. — Hún hefði ekki átt að vera svona frjálslynd í Feneyjum og svona frek í Ra- venna.“ En hvað um það — óráðskennd munúð hennar hafði sterk áhrif. Hann kom „í hvelli“. Byron sýndi sig í sölum Guicci- oli, þar sem Teresa lá hóstandi og lasburða. „Hún hefur verið lasin,“ skrifar hann Kinnaird. „Ekki samt svo veik, að hún væri í ástabindindi." Byron viðurkennir ástafundi þeirra í bréfi til Alexanders Scott. „Hún er nú skárri og verður albata með gætni — ástamál okkar ganga daglega vel.“ Byron hefur eftir lækni hennar, að hún verði betri „ef hún vill“. „En vill hún láta sér batna? Ég ef- ast um, að hún vilji neitt til lengd- ar, og ég spái, að hún vilji bráð- lega reyna að breyta til, líka þar.“ Eftir að henni var batnað, sýndi hún sig með háan hatt í himin- blárri reiðdragt. Hún skokkaði með vini sínum gegnum pinjuskóginn og áreitti hann aðeins, þegar fákur hennar flýtti sér á eftir hans gæð- ingi til að bíta hann. Hún naut þess. Honum leiddist það. Dag nokkurn þegar hann var að stauta sig gegnum Corinne eftir Mme. Stael, þykkan doðrant með smáu, máðu letri, sitjandi í stofu hennar, hafði hann skrifað á spássí- una: „Kæra Teresa, ég hef lesið þessa bók í þínum ranni. En ástin mín, þú varst ekki viðstödd, annars hefði mér illa gengið við lesturinn. Þetta er uppáhaldsbókin þín, og ég er vin ur höfundarins. Þú munt ekki skilja þessi ensku orð, og aðrir skilja þau ekki heldur — og sú er ástæðan, að ég hef ekki hripað þau á ítölsku. En þú munt þekkja rithönd þess, sem hefur elskað þig af ástríðu- hita, og þú munt njóta þess á guð- dómlegan hátt, langtum framar öll um þínum bókum, að hann gat að- eins hugsað um ást við lesturinn. í þessu orði, yfrið fögru á öllum tungumálum, fegurstu þó á þínu máli — Amor mio — er öll mín iil- vera hér og héreftir. Ég finn þig lifa hér — en ég óttast mína tilveru hér eftir — hvað þú munir ákveða, tildæma mig til að gera. Örlög mín eru í þínum höndum, og þú ert kona, aðeins 17 ára að aldri — og aðeins tvö af þeim árum utan klaust urmúra. Ég vildi óska, að þú hefðir verið þar áfram, af öllu hjarta, eða að minnsta kosti, að ég hefði aldrei hitt þig —- harðgifta á minni leið. En þetta er allt um seinan. Ég elska þig, og þú elskar mig — þú segir það að minnsta kosti — og þú læt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.