Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
„Fyrstu tveir áningarstaðirnir
hétu Mara og Elim, samkvæmt ann
arri Mósebók 15. 23.—27. Og í 1.
kapítula 1.—8. finnum við nafnið
á þriðja staðnum, Refidim."
Hann dró upp kort og sagði:
„Eg tel mig hafa fundið þá.“
Hinn fyrsta þessara staða nefndu
ísraelsmenn Mara, sem þýðir
beiskja.
Vatnið þar var nefnilega ekki
drykkjarhæft, svo beiskt var það á
bragðið, áður en Móse gerði það
drekkandi með því að setja í það
leyndardómsfulla trjátegund.
Har E1 segir þennan stað vera
rétt austan við núverandi Súezborg,
og er sá staður nú nefndur á ara-
bísku Bir el Marah —■ Beiskjulind.
Samkvæmt Biblíunni mjökuðust
Israelsmenn áfram í þrjá daga, áð-
ur en þeir komust til Mara. „Og
það kemur prýðilega heim,“ segir
Har El. Vegalengdin er nálægt 40
km, mest öll leiðin mjúkir sandar.
Því næst fóru þeir eina dagleið
og komu til Elim, „en þar voru tólf
vatnslindir og sjötíu pálmatré.“
Har E1 finnur Elim heppilegan
stað hér um bil tíu kílómetra frá
Mara. Þar er gróðurvin, sem Arab-
ar nefna nú Ayun Musa (Móse-
lindir). Og hann segir:
„Það eru nú 200—300 vinjar á
Súezskaganum öllum. Og þetta er
sú stærsta, með nákvæmlega tólf
lindum eða uppsprettum."
Þriðji staðurinn hét svo Refidim.
En mikilvægast er að finna, hvar
hann hefur verið, af því að þar
sagði Guð við Móse:
„Sjá, ég mun standa frammi fvr-
ir þér á Horebkletti."
Ef því unnt er að staðsetja Refi-
dim, hlýtur Horeb eða Sinaifjall að
vera innan sjóndeildarhringsins.
Samkvæmt Biblíunni héldu ísra-
elsmenn áfram eina dagleið, eða
því sem næst, meðfram hrjóstrugri
ströndinni og beygðu svo inn í land
ið.
Við ókum í jeppanum sömu vega
lengd eftir ströndinni, unz við kom
um í breiðan uppþornaðan vatns-
botn eða árfarveg, sem lá upp í
auðnarlegar hæðirnar.
„Þetta er Wadi Suder,“ sagði Har
E1 okkur, „og eins og þið sjáið er
það fyrst hér, sem hugsanlegt er
að leggja af stað frá ströndinni og
inn í landið. ísraelsmenn hljóta
eins og allir aðrir að hafa vitað,
að bezt er að fylgja einmitt slík-
um farvegi. Þar er mest von um
að finna vatn og auðveldast að kom
ast áfram.“
„Ég tel skynsamlegt að hugsa sér
Refidim í þessum farvegi. En sé
svo, þá hlýtur Sinaifjall að vera
hér.“
Og nú benti hann á sundurtætt-
an hamradrang, sem gnæfði líkt og
risatönn 600 metra upp í loftið, ekk
ert sérstaklega hár en mjög sér-
stætt leiðarmerki,
Þessi drangur eða tindur nefnist
nú Sinn Bishr, sem þýðir Lögmáls-
fjallið eða Lögberg.
Hann gaf okkur svo góðan tíma
til að íhuga þessar upplýsingar en
sagði svo:
„Fjarlægð eða vegalengd frá vað
inu við Beiskjuvatn hæfir ágætlega
við þetta. Bein lína milli staðanna
er 70 kílómetrar, en sé veginum
fylgt verða þetta 90 km. En það er