Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
En þegar hann var kominn niður í
rúmið, róaðist hann, sleikti út um
og sofnaði smátt og smátt, unz hann
hraut ofurlítið og svaf rólega.
Samt var ég dálítið hræddur um,
að ég mundi kremja hann, ef ég
ylti á hann sofandi. Hann var svo
lítill. Á morgnana kom svo pabbi
upp stigann og barði upp undir
hlerann með stafnum sínum og
skipaði mér að fara á fætur. Þá
setti ég fljótlega húninn á sinn stað,
en án þess að hann svo mikið sem
opnaði augun. Burik, en svo nefnd-
um við hann óx dagvöxtum, og það
varð að taka gluggatjöldin frá í
herberginu mínu, því að annars tók
hann í þau með litlu hrömmunum
og tætti þau niður. Sama varð að
gera við borðdúkinn, eftir að hann
hafði tvisvar svipt honum af ásamt
blekbyttunni og stílabókunum. —
Hann reif stílabókina í sundur á
sinn sérstaka hátt, sitjandi á gólf-
inu eins og maður, hélt kjölnum
milli tannanna, en tætti blöðin
milli hrammanna. Ég varð að fela
stílabækurnar mínar, blekbyttuna
og inniskóna. Hann innrætti mér
ósjálfrátt að láta hluti svo vandlega
á sinn stað, að ég er enn talinn
fyrirmynd á því sviði, svo að eig-
inkonur vina minna segja þeim að
læra af mér.
Þannig lifði Burik í bezta yfir-
læti í húsinu okkar. Einu sinni
komst hann í geymsluna, velti um
heilu hunangskeri og tæmdi mjöl-
poka yfir skrokkinn á sér. Þegar
hann var tekinn að gerðu verki,
var hann gólandi að sleikja mjöl-
grautinn úr feldinum.
Hann jóðlaði þessu þannig enn
meira yfir sig, með sinu næstum
barnslega trýni og velti sér síðast
á gólfinu upp úr öllu saman til að
kóróna kroppþrifin. Svo reyndi
hann að tanna hunangið úr hrömm
unum og beru, feitu iljunum.
Mamma æpti bókstaflega, þegar
hún sá þessi ósköp, greip í hnakka-
drambið á honum og dró hann fram
í eldhús til að þrífa hann.
Ég var dauðhræddur um, að
pabbi mundi láta vöndinn ganga
yfir hann. „Ætlarðu ekki að slá
hann?“ spurði ég. „Af hverju ætti
ég að gera það?“ sagði pabbi alveg
rólegur og bætti við til skýringar:
„Hann er bara bjarndýr. Við tók-
um hann að okkur. Og nú verðum
við að taka afleiðingunum. Hunang
er honum yfirsterkara, strangara
en agi, alveg eins og að skilja eftir
reikningsbækur skólans á skrif-
borðinu allar gauðrifnar." Ég roðn
aði, skömmin hann Burik hafði
nefnilega rifið allt upp úr bókinni
minni, nema eitt blað, með vitlaust
reiknuðu dæmi.
Pabbi sá, að mér brá, svo að
hann skipti um umtalsefni.
Um sumarið, þegar ég fór inn í
skóginn með Marko afa mínum, tók
ég Burik hvað eftir annað með
mér. í fyrstu var hann hræddur við
skóginn og nuddaði sér við fætur
mér, en svo vandist hann öllu mjög
fljótlega og notaði jafnvel tækifæri
til að fela sig. En, þegar ég kallaði
á hann kom hann strax, eins fljótt
og litlu lappirnar gátu borið hann,
og rófan og afturhlutinn vaggaði
svo hlægilega.
Marko velti við steinum og kubb