Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 80

Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 80
78 ÚRVAL En þegar hann var kominn niður í rúmið, róaðist hann, sleikti út um og sofnaði smátt og smátt, unz hann hraut ofurlítið og svaf rólega. Samt var ég dálítið hræddur um, að ég mundi kremja hann, ef ég ylti á hann sofandi. Hann var svo lítill. Á morgnana kom svo pabbi upp stigann og barði upp undir hlerann með stafnum sínum og skipaði mér að fara á fætur. Þá setti ég fljótlega húninn á sinn stað, en án þess að hann svo mikið sem opnaði augun. Burik, en svo nefnd- um við hann óx dagvöxtum, og það varð að taka gluggatjöldin frá í herberginu mínu, því að annars tók hann í þau með litlu hrömmunum og tætti þau niður. Sama varð að gera við borðdúkinn, eftir að hann hafði tvisvar svipt honum af ásamt blekbyttunni og stílabókunum. — Hann reif stílabókina í sundur á sinn sérstaka hátt, sitjandi á gólf- inu eins og maður, hélt kjölnum milli tannanna, en tætti blöðin milli hrammanna. Ég varð að fela stílabækurnar mínar, blekbyttuna og inniskóna. Hann innrætti mér ósjálfrátt að láta hluti svo vandlega á sinn stað, að ég er enn talinn fyrirmynd á því sviði, svo að eig- inkonur vina minna segja þeim að læra af mér. Þannig lifði Burik í bezta yfir- læti í húsinu okkar. Einu sinni komst hann í geymsluna, velti um heilu hunangskeri og tæmdi mjöl- poka yfir skrokkinn á sér. Þegar hann var tekinn að gerðu verki, var hann gólandi að sleikja mjöl- grautinn úr feldinum. Hann jóðlaði þessu þannig enn meira yfir sig, með sinu næstum barnslega trýni og velti sér síðast á gólfinu upp úr öllu saman til að kóróna kroppþrifin. Svo reyndi hann að tanna hunangið úr hrömm unum og beru, feitu iljunum. Mamma æpti bókstaflega, þegar hún sá þessi ósköp, greip í hnakka- drambið á honum og dró hann fram í eldhús til að þrífa hann. Ég var dauðhræddur um, að pabbi mundi láta vöndinn ganga yfir hann. „Ætlarðu ekki að slá hann?“ spurði ég. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði pabbi alveg rólegur og bætti við til skýringar: „Hann er bara bjarndýr. Við tók- um hann að okkur. Og nú verðum við að taka afleiðingunum. Hunang er honum yfirsterkara, strangara en agi, alveg eins og að skilja eftir reikningsbækur skólans á skrif- borðinu allar gauðrifnar." Ég roðn aði, skömmin hann Burik hafði nefnilega rifið allt upp úr bókinni minni, nema eitt blað, með vitlaust reiknuðu dæmi. Pabbi sá, að mér brá, svo að hann skipti um umtalsefni. Um sumarið, þegar ég fór inn í skóginn með Marko afa mínum, tók ég Burik hvað eftir annað með mér. í fyrstu var hann hræddur við skóginn og nuddaði sér við fætur mér, en svo vandist hann öllu mjög fljótlega og notaði jafnvel tækifæri til að fela sig. En, þegar ég kallaði á hann kom hann strax, eins fljótt og litlu lappirnar gátu borið hann, og rófan og afturhlutinn vaggaði svo hlægilega. Marko velti við steinum og kubb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.