Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 108

Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL sælu hjúskapar varð að engu. Hún byrjaði með bókmenntaklúbb, þar sem aðeins „skapandi og framúr- skarandi persónur" fengu aðgang. Þegar kappræðurnar urðu ekki °íð ui" þreytandi en hjúskapurinn, ákvað hún að reyna framhjáhald svona sem tilbreytingu. Hún valdi til fylgilags Sir Godfrev Webster, fyrsta eiginmann lafði Hoilands, spjátrung og landeyðu, frelsissinna með tómt höfuð. Hún leyndi í eneu sambandi sínu við hann og þau komu opinberlega saman, hvar sem var. Fjölskyldu hennar og vinum var nóg boðið. En eiginmaður henn ar var umburðarlyndur, svo að af bar. Að síðustu beið hann þess þó, að þessu ævintýri lyki. Og svo fór einnig bráðlega. En þá varð enn meira hneyksli í uppsiglingu. Byron lávarður var kominn til sögunnar og með honum þátttaka Caroline og innganga í æsandi átök ævina á enda. Ennþá var Pílagrímsferð Byrons ekki komin út, en Caroline hafði fengið afrit af bókinni lánað hjá vini sínum Samuel Rogers. Hún las það með vaxandi ákafa og leitaði Rogers bráðlega uppi. ,,Hann hefur klumburfót og nagar neglur,“ sagði Rogers um Byron, þegar hún æpti: „Ég þarf að sjá hann. Ég dey af löngun.“ En hún lét samt ekki segjast. „Þótt hann sé eins og Esóp, þá verð ég að fá að kynnast honum.“ (Esóp var ófríð- ur maður, grískur spekingur). Rogers yppti öxlum og glotti. „Jæja þá. Við sjáum til, frú.“ Nokkrum dögum síðar, á dans- leik, var Byron dreginn úr hópi kvenlegra aðdáenda og kynntur fyrir Caroline. Eftir að þau höfðu verið kynnt, sagðist hann mundu láta hana heyra frá sér síðar. Hún starði á hann. Svo snerist hún á hæl eins og æfð leikkona og gekk brott. En um kvöldið, þegar hún var ein í dyngju sinni, skrifaði hún í dagbók sína: ..Brjálaður, vondur, hættulegur í viðkynningu." Fn svo að segja í næstu línu bæt- ir hún við: ..En í þessu föla, fagra andliti sá ég örlög mín ráðin.“ Þau hittust tveim döeum síðar. Minnugur tilmæla sinna sagði hann allt í einu: „Yður voru gerðir kostir um' frekari kynni um daginn. Hvers vegna höfnuðuð þér þeim?“ Svars hennar er látið ógetið. En seinna bauð hún honum heim, og bann þáði þoðið. Næsta morgun bauð Byron henni í einkasali sína uppi í Melbourne House. ..Rogers og Moore stóðu hjá mér,“ segir hún í minningum sín- um. ,.Ég sat í sófanum. Hafði ver- ið á hestbaki, áður en ég kom inn. Rykug og heit. Þegar sagt var, að Byron væri á leiðinni, þaut ég á fætur og fram til að þvo mér. Þeg- ar ég kom inn aftur sagði Rogers: „Byron lávarður, þú ert sannar- lega hamingjusamur maður. Frú Caroline sat hér ósköp óræstileg eftir hjá okkur, en þegar von var á þér, flýtti hún sér til að snyrta sig“. Byron mæltist til að mega koma að sjá mig klukkan átta — eina. Ég tók tilmælum hans.“ Samband þeirra var nú hafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.