Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
sælu hjúskapar varð að engu. Hún
byrjaði með bókmenntaklúbb, þar
sem aðeins „skapandi og framúr-
skarandi persónur" fengu aðgang.
Þegar kappræðurnar urðu ekki °íð
ui" þreytandi en hjúskapurinn,
ákvað hún að reyna framhjáhald
svona sem tilbreytingu. Hún valdi
til fylgilags Sir Godfrev Webster,
fyrsta eiginmann lafði Hoilands,
spjátrung og landeyðu, frelsissinna
með tómt höfuð. Hún leyndi í eneu
sambandi sínu við hann og þau
komu opinberlega saman, hvar sem
var. Fjölskyldu hennar og vinum
var nóg boðið. En eiginmaður henn
ar var umburðarlyndur, svo að af
bar. Að síðustu beið hann þess þó,
að þessu ævintýri lyki. Og svo fór
einnig bráðlega. En þá varð enn
meira hneyksli í uppsiglingu.
Byron lávarður var kominn til
sögunnar og með honum þátttaka
Caroline og innganga í æsandi átök
ævina á enda.
Ennþá var Pílagrímsferð Byrons
ekki komin út, en Caroline hafði
fengið afrit af bókinni lánað hjá
vini sínum Samuel Rogers.
Hún las það með vaxandi ákafa
og leitaði Rogers bráðlega uppi.
,,Hann hefur klumburfót og nagar
neglur,“ sagði Rogers um Byron,
þegar hún æpti: „Ég þarf að sjá
hann. Ég dey af löngun.“ En hún
lét samt ekki segjast. „Þótt hann sé
eins og Esóp, þá verð ég að fá að
kynnast honum.“ (Esóp var ófríð-
ur maður, grískur spekingur).
Rogers yppti öxlum og glotti.
„Jæja þá. Við sjáum til, frú.“
Nokkrum dögum síðar, á dans-
leik, var Byron dreginn úr hópi
kvenlegra aðdáenda og kynntur
fyrir Caroline. Eftir að þau höfðu
verið kynnt, sagðist hann mundu
láta hana heyra frá sér síðar. Hún
starði á hann. Svo snerist hún á
hæl eins og æfð leikkona og gekk
brott. En um kvöldið, þegar hún
var ein í dyngju sinni, skrifaði hún
í dagbók sína:
..Brjálaður, vondur, hættulegur í
viðkynningu."
Fn svo að segja í næstu línu bæt-
ir hún við:
..En í þessu föla, fagra andliti sá
ég örlög mín ráðin.“
Þau hittust tveim döeum síðar.
Minnugur tilmæla sinna sagði hann
allt í einu:
„Yður voru gerðir kostir um'
frekari kynni um daginn. Hvers
vegna höfnuðuð þér þeim?“
Svars hennar er látið ógetið. En
seinna bauð hún honum heim, og
bann þáði þoðið.
Næsta morgun bauð Byron henni
í einkasali sína uppi í Melbourne
House. ..Rogers og Moore stóðu hjá
mér,“ segir hún í minningum sín-
um. ,.Ég sat í sófanum. Hafði ver-
ið á hestbaki, áður en ég kom inn.
Rykug og heit. Þegar sagt var, að
Byron væri á leiðinni, þaut ég á
fætur og fram til að þvo mér. Þeg-
ar ég kom inn aftur sagði Rogers:
„Byron lávarður, þú ert sannar-
lega hamingjusamur maður. Frú
Caroline sat hér ósköp óræstileg
eftir hjá okkur, en þegar von var
á þér, flýtti hún sér til að snyrta
sig“. Byron mæltist til að mega
koma að sjá mig klukkan átta —
eina. Ég tók tilmælum hans.“
Samband þeirra var nú hafið.