Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 68
66
URVAL
minnkandi örðugleika — þó stutt
væru skrefin fram að síðustu alda-
mótum, og lengur þó.
Á þeim tímum, sem Björn var að
alast upp, var skólaganga alþýðu-
fólks lítt þekkt fyrirbæri; en sú
fræðsla sem fékkst á menningar-
heimilum reyndist mörgum nota-
drjúg fyrir lífið, -—- og var Björn
táknrænt og lýsandi dæmi þess.
Lestrarfélag var snemma stofnað í
hans sveit, — og ósleytilega notað.
Ennfremur stofnaði hann og jafn-
aldrar hans sparisjóð á unglingsár-
um sínum, sem eflaust hefur
snemma glætt með þeim alvöru og
ráðdeild í fjármálum, — sem sízt
var vanþörf, á þeim árum fátæktar
og krappra kjara, — sem ungt fólk
nú hefur litla hugmynd um, leggur
lítt við eyru — og hættir til að álíta
orðum aukið og marklítið fjas.
Þá var og í æsku hans stofnað
Kaupfélag Norður-Þingeyinga, —
við hin frumstæðustu skilyrði; skal
sá kafli ekki fjölyrtur hér, þótt
gagnmerkur sé. Þó mun sú stofnun
vera eitthvert heilladrýgsta spor,
sem stigið hefur verið í því héraði,
til bættra kjara.
Þegar hinn fyrsti framkvæmda-
stjóri þess lét þar af störfum, eftir
meira en tuttugu ár, hafði hinn lítt
lærði Björn Kristjánsson þegar afl-
að sér þess trausts héraðsbúa, að
honum var falin stjórn félagsins.
Mörgum ungum manni hefði eflaust
þótt það allmikið í fang færzt,
en það kom fljótt í Ijós, að hann
var þeim vanda vaxinn. Samvizku-
semi hans og óbrigðul skyldurækni
voru þegar á orði, — og í fylgd
með þeim reyndist þekking hans
nóg, — þar sem einnig kom til stál
vilji og frábært starfsþrek, svo að
hið unga félag blessaðist, undir
gifturíkri stjórn hans, — þrátt fyrir
alla örðugleika. Þetta vottar bezt
hagur félagsins, þegar hann lét af
stjórn þess, eftir þrjátíu og eitt ár;
hafði hann þá lagt traustan grunn
þess, sem félagið hefur síðar orðið
•—• og naut ennfremur þeirrar
ánægju að geta afhent stjórnar-
tauma þess syni sínum, — en hann
hafði alizt upp og vaxið með því.
Björn fluttist til Kópaskers, jafn
skjótt og hann tók við félaginu
1916. Langt fram eftir starfsárum
hans þar voru aðeins tvö heimili á
staðnum, hans, og Árna Ingimund-
arsonar, sem var landneminn þar,
gekk í þjónustu félagsins við stofn-
un þess og vann því af frábærri
elju og trúmennsku meira en hálfa
öld.
Lá því í hlutarins eðli, og öllum
aðstæðum, að bæði þessi heimili
sættu mikilli gestnauð; en á þeim
báðum var forn gestrisni og höfð-
ingslund húsráðendum í blóð borin,
— svo gestgjöf þeirra var aldrei —
og verður aldrei tíunduð í okkar
heimi.
Fram eftir árum bjó Björn við
mikil húsþrengsli á Kópaskeri; svo
að árum skipti var bókhaldið á
borðinu í einu stofunni þeirra, —
svo að ryðja þurfti bókunum, áður
en hægt var að bera á borð, — og
hjónin höfðu eitt lítið svefnher-
bergi. En ekki var kvartað — og
allt stóð þetta til bóta, — með
nægjusemi og dugnaði.
Ekki mun það algengt, að maður
inn og forstjórinn séu jafn sam-