Úrval - 01.04.1974, Page 68

Úrval - 01.04.1974, Page 68
66 URVAL minnkandi örðugleika — þó stutt væru skrefin fram að síðustu alda- mótum, og lengur þó. Á þeim tímum, sem Björn var að alast upp, var skólaganga alþýðu- fólks lítt þekkt fyrirbæri; en sú fræðsla sem fékkst á menningar- heimilum reyndist mörgum nota- drjúg fyrir lífið, -—- og var Björn táknrænt og lýsandi dæmi þess. Lestrarfélag var snemma stofnað í hans sveit, — og ósleytilega notað. Ennfremur stofnaði hann og jafn- aldrar hans sparisjóð á unglingsár- um sínum, sem eflaust hefur snemma glætt með þeim alvöru og ráðdeild í fjármálum, — sem sízt var vanþörf, á þeim árum fátæktar og krappra kjara, — sem ungt fólk nú hefur litla hugmynd um, leggur lítt við eyru — og hættir til að álíta orðum aukið og marklítið fjas. Þá var og í æsku hans stofnað Kaupfélag Norður-Þingeyinga, — við hin frumstæðustu skilyrði; skal sá kafli ekki fjölyrtur hér, þótt gagnmerkur sé. Þó mun sú stofnun vera eitthvert heilladrýgsta spor, sem stigið hefur verið í því héraði, til bættra kjara. Þegar hinn fyrsti framkvæmda- stjóri þess lét þar af störfum, eftir meira en tuttugu ár, hafði hinn lítt lærði Björn Kristjánsson þegar afl- að sér þess trausts héraðsbúa, að honum var falin stjórn félagsins. Mörgum ungum manni hefði eflaust þótt það allmikið í fang færzt, en það kom fljótt í Ijós, að hann var þeim vanda vaxinn. Samvizku- semi hans og óbrigðul skyldurækni voru þegar á orði, — og í fylgd með þeim reyndist þekking hans nóg, — þar sem einnig kom til stál vilji og frábært starfsþrek, svo að hið unga félag blessaðist, undir gifturíkri stjórn hans, — þrátt fyrir alla örðugleika. Þetta vottar bezt hagur félagsins, þegar hann lét af stjórn þess, eftir þrjátíu og eitt ár; hafði hann þá lagt traustan grunn þess, sem félagið hefur síðar orðið •—• og naut ennfremur þeirrar ánægju að geta afhent stjórnar- tauma þess syni sínum, — en hann hafði alizt upp og vaxið með því. Björn fluttist til Kópaskers, jafn skjótt og hann tók við félaginu 1916. Langt fram eftir starfsárum hans þar voru aðeins tvö heimili á staðnum, hans, og Árna Ingimund- arsonar, sem var landneminn þar, gekk í þjónustu félagsins við stofn- un þess og vann því af frábærri elju og trúmennsku meira en hálfa öld. Lá því í hlutarins eðli, og öllum aðstæðum, að bæði þessi heimili sættu mikilli gestnauð; en á þeim báðum var forn gestrisni og höfð- ingslund húsráðendum í blóð borin, — svo gestgjöf þeirra var aldrei — og verður aldrei tíunduð í okkar heimi. Fram eftir árum bjó Björn við mikil húsþrengsli á Kópaskeri; svo að árum skipti var bókhaldið á borðinu í einu stofunni þeirra, — svo að ryðja þurfti bókunum, áður en hægt var að bera á borð, — og hjónin höfðu eitt lítið svefnher- bergi. En ekki var kvartað — og allt stóð þetta til bóta, — með nægjusemi og dugnaði. Ekki mun það algengt, að maður inn og forstjórinn séu jafn sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.