Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 98

Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 98
96 „Þau (börn) eru svo ógeðsleg í mínum augum, að ég hef jafnan borið mikla virðingu fyrir Heródesi konungi og skapgerð hans. Hann lét nefnilega drepa börn í Betlehem hér forðum daga. (Matt. 2, 16).“ Samt reyndi Claire að telja sjálfri sér trú um, að Byron væri nær- gætnari og umburðarlyndari gagn- vart börnum en hann þættist vera, að minnsta kosti gagnvart Allegru þeirra. Hún skrifaði því: „Minn elskulegi. Eitt hef ég uppgötvað í fari þínu, sem ég met óendanlega mikils, og það er: Sé einhver alveg á þinni ábyrgð, eigi engan að og engan verndara nema þig, þá munt þú ekki bregðast heldur gera hið bezta. Hve ljúfur þú ert og ástúðlegur við börn! Hve þolinmóður og kurteis við þjóna þína, hve kumpánlegur ertu jafnvel við hundana þína! Þetta veit ég allt. Og allt er þetta af því, að þú ert einstakur hús- bóndi og lávarður, af því að eng- inn efast um vald þitt, þá ert þú miskunnsamur og réttlátur. En komi einhver inn til þín, sem þú telur til jafningja, þá ert þú tortrygginn, varkár og oft grimm- ur.“ Ágizkanir og vonir Claire um til finningar Byrons til dótturinnar reyndust að ýmsu leyti á rökum reistar. Byron virtist falla vel við Allegru og meta hana flestum börn um fremur. Þó ekki meira en svo, að hann gerði tilraun til að koma henni í gæzlu hjá vinum sínum í brezka sendiráðinu í Feneyjum, ÚRVAL Richard B. Hoppner og svissneskri konu hans. Nokkru síðar skrifaði Hoppner: „Hún var ekki á nokkurn hátt elskulegt barn, og við vorum ekk- ert sérlega hrifin af henni. En við höfðum nú einu sinni tek- ið að okkur að annast hana, vissum sem var, að heimili Byrons lávarð- ar var svo sem ekki sérstaklega hagkvæmt fyrir smábörn.“ Byron lét þó í ljós ánægju yfir Allegru sinni. Eftir að hún hafði verið flutt í heimsókn til hans, skrifaði hann systur sinni í Eng- landi: „Hún er ensk, en talar ekkert nema Feneyja-mállýzku. „Bon di, papa“, segir hún, ósköp skrýtin, og hefur þá raddblæ Byronanna, með sérstæðu rr-i og grettum. Bláu aug un, bjarta hárið, verður dekkra með hverjum degi, sem líður. Spé- koppar í kinnum, hnyklar í brún- um, hvít húð, yndisleg rödd, áhugi á tónlist —• og hefur sína eigin að- ferð við allt —. Er þetta allt ekki byronskt?" Og eins var það með Shelley. Hann dáði barnið. Hann fór ekki dult með það. „Yndislegra leikfang enginn getur veitt. Ljúf og villt, svo lítil og þó himnesk" —-. Svo kvað Shelley. Einu sinni fór Shelley með Claire til Feneyja til að heimsækja All- egru. Claire varð alveg í uppnámi yfir öllu, sem hún komst nú að raun um: „Hún er náföl, og fjör hennar fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.