Úrval - 01.04.1974, Side 48

Úrval - 01.04.1974, Side 48
46 ÚRVAL „Fyrstu tveir áningarstaðirnir hétu Mara og Elim, samkvæmt ann arri Mósebók 15. 23.—27. Og í 1. kapítula 1.—8. finnum við nafnið á þriðja staðnum, Refidim." Hann dró upp kort og sagði: „Eg tel mig hafa fundið þá.“ Hinn fyrsta þessara staða nefndu ísraelsmenn Mara, sem þýðir beiskja. Vatnið þar var nefnilega ekki drykkjarhæft, svo beiskt var það á bragðið, áður en Móse gerði það drekkandi með því að setja í það leyndardómsfulla trjátegund. Har E1 segir þennan stað vera rétt austan við núverandi Súezborg, og er sá staður nú nefndur á ara- bísku Bir el Marah —■ Beiskjulind. Samkvæmt Biblíunni mjökuðust Israelsmenn áfram í þrjá daga, áð- ur en þeir komust til Mara. „Og það kemur prýðilega heim,“ segir Har El. Vegalengdin er nálægt 40 km, mest öll leiðin mjúkir sandar. Því næst fóru þeir eina dagleið og komu til Elim, „en þar voru tólf vatnslindir og sjötíu pálmatré.“ Har E1 finnur Elim heppilegan stað hér um bil tíu kílómetra frá Mara. Þar er gróðurvin, sem Arab- ar nefna nú Ayun Musa (Móse- lindir). Og hann segir: „Það eru nú 200—300 vinjar á Súezskaganum öllum. Og þetta er sú stærsta, með nákvæmlega tólf lindum eða uppsprettum." Þriðji staðurinn hét svo Refidim. En mikilvægast er að finna, hvar hann hefur verið, af því að þar sagði Guð við Móse: „Sjá, ég mun standa frammi fvr- ir þér á Horebkletti." Ef því unnt er að staðsetja Refi- dim, hlýtur Horeb eða Sinaifjall að vera innan sjóndeildarhringsins. Samkvæmt Biblíunni héldu ísra- elsmenn áfram eina dagleið, eða því sem næst, meðfram hrjóstrugri ströndinni og beygðu svo inn í land ið. Við ókum í jeppanum sömu vega lengd eftir ströndinni, unz við kom um í breiðan uppþornaðan vatns- botn eða árfarveg, sem lá upp í auðnarlegar hæðirnar. „Þetta er Wadi Suder,“ sagði Har E1 okkur, „og eins og þið sjáið er það fyrst hér, sem hugsanlegt er að leggja af stað frá ströndinni og inn í landið. ísraelsmenn hljóta eins og allir aðrir að hafa vitað, að bezt er að fylgja einmitt slík- um farvegi. Þar er mest von um að finna vatn og auðveldast að kom ast áfram.“ „Ég tel skynsamlegt að hugsa sér Refidim í þessum farvegi. En sé svo, þá hlýtur Sinaifjall að vera hér.“ Og nú benti hann á sundurtætt- an hamradrang, sem gnæfði líkt og risatönn 600 metra upp í loftið, ekk ert sérstaklega hár en mjög sér- stætt leiðarmerki, Þessi drangur eða tindur nefnist nú Sinn Bishr, sem þýðir Lögmáls- fjallið eða Lögberg. Hann gaf okkur svo góðan tíma til að íhuga þessar upplýsingar en sagði svo: „Fjarlægð eða vegalengd frá vað inu við Beiskjuvatn hæfir ágætlega við þetta. Bein lína milli staðanna er 70 kílómetrar, en sé veginum fylgt verða þetta 90 km. En það er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.