Úrval - 01.04.1974, Síða 100

Úrval - 01.04.1974, Síða 100
98 úrval hann hafði mælt við Hoppner að sögulokum: „Þetta er líkt þeim. Auðvitað er það allt saman satt.“ Nú þóttist hann hins vegar engu trúa af þessum rógi Elísu. En átti Claire í raun og veru ást- arævintýri með Shelley' og barn með honum? Sannleikurinn um það mun varla koma í ljós. Satt er það, að Claire varð alvarlega veik í Napoli. Þáð er einnig sannað, að Shelley pantaði skírn á lítilli stúlku í Napoli. Hún var látin heita Helena og var seinna látin á munaðarleysingjahæli. Þar dó hún úr hitasótt. Og eitt er meira en líklegt, þrátt fyrir afneitanir Byrons við Shelley sjálfan, þá virðist Byron ekki ein- ungis hafa trúað því, að Claire og Shelley hefðu eignazt dóttur, held- ur einnig, að Allegra gæti verið dóttir Shelleys. Einu sinni þegar Elísa var að annast Allegru litlu, kom Byron þar að og horfði á barnið um stund og sagði svo upphátt við sjálfan sig: „Þegar hún stækkar, verður hún mjög falleg, svo að ég vil eignast hana sem unnustu." Elísa varð hneyksluð og sagði: „Ég vona, að þér séuð að gera að gamni yðar, herra. En þetta er þó nokkuð grátt gaman!“ Byron sagðist ekki vera að gera að gamni sínu. „Þetta yrði allt í lagi,“ sagði hann. „Hún er dóttir Shelleys en ekki mín.“ Allt þetta slúður sló Claire vopn úr höndum, þegar Byron kom barn inu fyrir í klaustrinu Bagnacavalla í nánd við Ravenna. Áður hafði Claire stungið upp á því, að hann sendi telpuna til hennar, þar sem hún dvaldist í Pisa. Byron virti hana ekki svars. Honum var meinilla við hin löngu bréf hennar, sem „líkjast helzt vond um, þýzkum skáldsögum“, sagði hann í kvörtunarbréfi til Hoppners. „Væri það ekki barnsins vegna,“ hélt hann áfram í því bréfi, „þá mundi ég senda hana til þessarar guðlausu móður. En þú sérð hvað ég má þola að þurfa að lesa þessar langlokur frá henni.“ „Haldi Claire, að hún fái nokk- urn tíma að taka þátt í uppeldi hennar, þá skjátlast henni hrapal- lega. Það fær hún aldrei. Telpan skal verða kristin og giftast, ef mögulegt verður. Og að sjá hana, jú, það skal hún fá, en undir ströngu eftirliti. En hún skal ekki fá að brjóta allt í rústir með vit- firringsaðferðum sínum. Svo að not uð séu kurteis orð, þá finnst mér, að Claire sé bölvuð norn. Hvað finnst þér?“ Þegar Claire frétti, að Allegra litla væri komin í klausturvist, varð hún alveg hamslaus. Shelley fór til Ravenna til að ræða málin við By- ron. En Byron gat þá ekki um annað talað en baráttu sína fyrir frelsi Ítalíu og sína síðustu ástkonu, sem var ítölsk, Theresa Guiccioli að nafni. Hann vildi ekki svo mikið sem nefna Claire, og hvað varðaði All- egru litlu, þá hafði hann ekki séð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.