Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
Prestur nokkur, sem frægur var
fyrir bindindissemi sína, var lokkaður
til að þiggja ofurlítið glas af kirsu-
berjavíni í samkvæmi. Honum þótti
þetta gott, og þáði tvisvar í fíngur-
björgina aftur, og þegar hann fór,
lofaði gestgjafínn að senda honum
tvær eða þrjár flöskur heim, ef hann
lofaði að þakka fyrir þær í fréttabréfí
sóknarinnar. I næsta fréttabréfí mátti
síðan lesa þessa klausu: „Sóknar-
presturinn sendir hér með hr. NN og
konu hans alúðarþakkir fyrir ávexti þá
er þau sendu honum og þann anda,
erþeir voru gefnirí.”
Nýgift hjón fóru til læknis síns og
báðu hann að vísa þeim á getnaðar-
varnaraðferð, sem væri fullkomlega
örugg. Læknirinn leitaði vandlega í
doðröntum sínum og bókum. Loks
sneri hann sér að þeim aftur og sagði:
,,Ég veit, hvað þið skuluð gera. Þið
skuluð borðasitt eplið hvort.”
Feginleiki og léttir skein úr and-
litum þeirra, en konan vildi fá
nánari upplýsingar. „Eigum við að
borða það fyrir eða eftir?” spurði
hún.
,,I staðinn,” svaraði læknirinn.
Skipstjórinn var að prófa stýri-
mannsefni:
,,Hvað gerir þú ef hann brestur á
með fárviðri á stjórnborða?”
,,Varpa akkerum.”
,,En ef hann skellur á frá bak-
borða?”
,, V arpa akkerum. ’ ’
,,En ef þú færð fárviðri beint aftan
á?”
,,Varpa akkerum.”
,,Hvað er þetta, maður! Hvar ætlar
þú að fáöll þessi akkeri?”
,,Hvar ætlar þú að fá öll þessi
fárviðri, skipstjóri góður?”
Úr Perets