Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
þeim. Kofsjúk hafði raunar rætt
stuttlega við hann 1957, en það var
augljóst, að Andrey var ekki í þeirri
aðstöðu að geta orðið að nokkru
gagni.
Frá bæjardyrum CIA séð gerði af-
hjúpun Andreys málið bara enn
flóknara. Samkvæmt framburði
Gólitsíns hafði Kofsjúk lagt á sig sér-
staka ferð til Bandaríkjanna til þess að
hitta sérlega mikilvægan njósnara.
Við nánari könnun kom í ljós, að ekki
hafði verið haft samband við Andrey
fyrr en löngu eftir komu Kofsjúks.
Þegar gengið var á Nósenkó með
þetta, sagði hann að Kofsjúk hefði
verið lengi að hafa uppi á Andrey. En
einföld könnun sýndi, að nafn hans,
heimilisfang og símanúmer var í
símaskránni.
Það sýndist fjarstæða, að jafn
mikilvægur maður og Kofsjúk færi að
flandra alla leið til Washington til
þess eins að hitta í svip fyrrverandi
hermann, sem engan veginn gat talist
mikilvægur. En ef Andrey var ekki sá
hátt setti maður innan leyniþjónust-
unnar, sem Gólitsín hafði varað við,
hver var það þá? Þýddi þetta, að
sovétmenn hefðu með góðum árangri
smeygt flugumönnum sínum í leyni-
þjónustu Bandaríkjanna — eins og
bæði bresku og þýsku leyniþjónust-
una — allt frá stríðslokum? Nú vofði
alvarlegt hneykslismál bæði yfír CIA
og FBI.
ÖSVARAÐAR SPURNINGAR
24. júní 1964 fór Helms fram á
einkasamtal við Warren yfirdómara.
Þeir hittust í fundarherbergi 1 húsi
fyrrverandi hermanna. Samþykkt var
að engin fundargerð eða minnisatriði
væru skrifuð og engin vitni skyldu
viðstödd. Umræðuefnið varð að vera
ríkisleyndarmál, sagði Helms.
Warren kinkaði kolli til samþykkis.
Fram til þessa hafði Warren og
nefnd hans aðeins fengið mat FBI á
Nósenkó. Nú skýrði Helms fyrir
honum, að uppi væru tvær kenningar
um Nósenkó. Önnur teldi að hann
væri einlægur flóttamaður og honum
mætti trúa hvað Oswald snerti. Hin
áliti að Nósenkó væri flugumaður
sovétmanna með fyrirmæli frá KGB
um að villa um fyrir nefndinni hvað
snerti atferli Oswalds í Sovétríkjun-
um. Hann sagði að CIA gæti ekki
fullyrt með vissu hvor þessara kenn-
inga væri rétt og vera kynni, að úr því
fengist ekki skorið, fyrr en eftir að
Warrenskýrslan kæmi út.
Það leyndi sér ekki, að þetta kom
Warren úr jafnvægi. Hann spurði um
skýrsluna frá Hoover, þar sem ekki
væri minnst á þessi tvímæli. Helms
flýtti sér að svara, að hann gæti aðeins
talað fyrir hönd CIA.
Nú varð löng þögn. Svo sagði
Warren, sem greinilega var þreyttur
og illa fyrir kallaður vegna þeirra
aukastarfa, sem skipun hans í nefnd-
ina krafðist, að hann myndi taka það
til athugunar, sem Helms hefði sagt
honum. Svo varviðtalinu lokið.
Seinna sama dag hélt nefndin fund
að boði Warrens til þess að ræða þann