Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 11
ÞÆTTIR UMMANNELDI
9
„Meðalfituþyngd” ísl. karla á aldrin-
um 34-60 ára reyndist vera um 5 kg
meiri en þeirra sænsku í samsvarandi
aldurhópum.
Á næstunni kemur út skyrsla um
þyngdar og hæðarmælingar á ísl.
körlum frá Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar. Þær niðurstöður munu sýna
m. a. að ráðleggingar um líkams-
þyngd Islendinga er byggja á staðii
tryggingarfélaga í Bandaríkjunum
eru ekki raunhæfar. Þess ber að gæta
að tryggingarfélög „velja að vissu
leyti viðskiptavini sína” og tryggja
nær eingöngu heilbrigt fólk. En
heilsufar þess hóps gefur ekki
raunhæfa mynd af heilsufari Banda-
ríkjanna. Einnig má geta þess að
meðalævi ísl. karla og kvenna er 4-3
árum lengri en bandarískra karla og
kvenna.
Offita og þjóðfélags-
breytingar
Miklar breytingar hafa orðið á
lifnaðarháttum á íslandi síðustu 30-
40 árin. Samfara þjóðfélagsbreyt-
ingum hafa orðið breytingar á at-
vinnuháttum og þar með orkunýt-
ingu, neysluvenjum og fæðuvali
einstaklinga. Helst ber að nefna:
1) Kyrrsetustörf stunda nú um
70% ísl. karla (Félagsfræðileg rann-
sókn Hjartaverndar). Mikil breyting
hefur orðið frá því er um 80% karla
stunduðu landbúnaðarstörf og sjó-
vinnu. Þótt vinnulag hafi breyst er
mér til efs að starfsstundum hafí
fækkað mikið. Nú starfar stór hluti
fólks 60-80klst/viku. Samsvarandi
tölur frá Noregi og Svíþjóð eru 8-
10%.
2) Húsmæður starfa nú víða
almennt utan heimilis. Börn og
unglingar fá nú gjarnan eða eiga sjálf
fé til fæðiskaupa í stað máltíðar á
heimili. Þéttriðið net söluturna
umlykja nú heimili og skóla og
handhægast að gera innkaup þar.
Fáar fást þar innlendar landbúnaðar-
eða sjávarafurðir.
3) Á siðustu áratugum hefur ýms-
um fæðutegundum verið hlaðið um
of á matarborð okkar. Þessar em
helstar: Fínn sykur, hýðislaust korn,
sætindi og gosdrykkir. Sykurát okkar
er með ólíkindum.
Matvæliá tslenskum
markaði
Athyglisvert er að kanna
markaðsvörur okkar síðustu 30 árin.
Því miður fyrirfinnst ekki nema tak-
markaðar upplýsingar um neyslu og
verður því að styðjast við tölur um
sölu og innflutning. Þessar tölur eru
fengnar úr Tölfrœðihandbók
Hagstofu Islands frá 1974 og úr
skýrslu Rannsóknarráðs ríkisins, ,, Um
þróun landbúnaðar frá 1976. ” Fyrri
tölur um „neyslu” sem oft hefur
verið vitnað í byggja að mestu á fram-
leiðslutölum og eru því ekki
raunhæfar.
Úr Úr töflunni hér á eftir má lesa
að nær eingöngu virðist vera
söluaukning á sykri, ávöxtum, öli,
sælgœti og gosdrykkjum á ámnum
1948—73, 1966—1976.