Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
hefur áreiðanlega mikið að segja
hversu augað er ótrúlega harðgert.
Tökum sem dæmi hornhimnuna. í
sjóngleri smásjárinnar gat ég séð nál á
stærð við augnhár barns og þráð sem
var þynnri en kóngulóarvefur. Þetta
notar skurðlæknirinn þegar hann
saumar saman vefína. Þessi áhöld
sjást varla smásjárlaust, og sama máli
gegnir um saumana, sem eru þéttir
og sléttir og tengja gegnsæja bót við
hornhimnuna.
Allir miklir augnlæknar leggja sinn
skerf af mörkum til þróunar flóknasta
augnauppskurðarins, sem felst í því
að fjarlægja vagl á auga. Skurðlæknar
hafa nú lært að fjarlægja skemmda
hluta augans með lágmarksskurðum
og traustum saumum. En í Rann-
sóknarstofnun augnlækninga, sem
heyrir undir sovéska heilbrigðismála-
ráðuneytið, hafa menn fundið upp
enn miskunnsamari aðferð. Nál er
stungið inn í sjónhimnuna og há-
tíðnihljóðbylgjum hleypt á hana. Þá
fer nálin að titra og breytist í örsmáan
en aflmikinn bor sem brýtur vaglið
niður og gerir það að einskonar
vökva, sem síðan er hleypt út úr aug-
anu gegnum þartil gerðar grópir 1
nálinni. Síðan er hægt að koma sjón-
gleri fyrir í því sem eftir er af sjón-
himnunni.
Mögulegt er að vera án sjónhimn-
unnar, hún er ekki mikilvægasti hluti
augans. Mikael Krasnof, yfírmaður
áðurnefndrar Rannsóknarstofnunar,
býður sjúklingum sínum stundum
upp á meðferð sem fólgin er í því að
breyta hornhimnunni, gera hana
kúptari og um leið aflmeiri. Einnig er
til mjög einföld aðferð, að nota sér-
stök gleraugu eða kontakt-linsur. En
mörgu fólki er illa við það. Þessvegna
er haldið áfram tiiraunum til að bæta
aðferðina við að koma gerfílinsum
fyrir í augum sjúklinga, og þessar til-
raunir fara fram víða í heiminum.
Krasnof setur linsuna á málmleggi og
kemur henni fyrir á lithimnunni.
Leggirnir eru örsmáir og lithimnu-
vöðvarnir verða ekki fyrir neinum
skaða af þeim. Þetta linsumódel
hefur verið selt til annarra landa eins
og margar aðrar uppgötvanir Krasn-
ofs.
Hvað er átt við þegar ;alað er um
að kaupa og selja skurðaðgerðir? Hér
er eitt dæmi. I Bandaríltjunum var
haldin sýning á Krasnof við störf sín.
Honum var komið fyrir á palli og fyrir
neðan stóðu 28 skurðlæknu, hver við
sitt skurðarborð. Þeir fyþdust með
öllum smáatriðum uppikurðarins
sem Krasnof var að gera, tg horfði
hver þeirra sinn sjónvarpsske-m. Síð-
an endurtóku skurðlæknarnf hverja
hreyfíngu Krasnofs, tóku upp sömu
áhöldin um leið og hann, og svo
framvegis.
Ég spyr Krasnof hvað skurölæknir
þurfí að hafa til að bera til að finna
upp nýja tegund af sjóngleri eðanýja
skurðaðgerð. Hann svarar:
,,I fyrsta lagi er nauðsynlegt að
hafa í höndunum erfítt og óvenjuegt
sjúkdómstilfelli og bera í brjlsti
sterka innri löngun til að lækna dn-