Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
síma var mér bókstaflega talað fyrir-
munað að nota símann. Síma-
stúlkurnar gáfu mér aldrei meira en
tvær til þrjár sekúndur til að buna
upp úr mér símanúmerinu, sem ég
vildi fá samband við. Enn þann dag í
dag á ég — þegar gamla vandamálið
gerir vart við sig — stundum í vanda
með símtölin. Sá, sem ég hringi til,
segir halló og væntir þess að fá svar
þegar í stað. Líði meira en þrjár til
fjórar sekúndur, ieggja flestir á aftur.
Það er erfítt að ræða um stamið. í
fyrsta lagi hefur það eitthvað skoplegt
við sig, þökk sé skemmtiiðnaðinum.
En í daglegu lífí skapar stamið þeim
ekki síður vanlíðan, er á það þurfa að j
hlusta, og það er ekki hlátur, sem
þeir em að reyna að bæla með sér,
heldur taugaóstyrkur.
Hluti vandans er fólginn í því, að
talgallinn gerir þann sem stamar jafn
óstyrkan þeim, sem hann er að reyna
að tala við, þótt það sé öðru vísi.
Enginn heldur því fram, að þetta sé
viðamikið þjóðfélagsvandamál. Til
þess eru hlutfallslega allt of fáir sem
stama. En það gerir þeim ekki lífið
léttara, sem haldnir eru þessum
málgalla, því hann snertir svo að segja
allt, sem þeir gera í samfélagi
við annað fólk.
Fólk, sem stamar mikið, hefur
tilhneygingu til þess að skopast
dálítið að ágalla sínum til þess að
reyna að verða öðrum fyrri til. En
venjulega komast umræður um stam-
ið heldur ekki lengra ,af ótta við að
verða talinn smekklaus eða á veiðum
eftir meðaumkun. Að mínum dómi
er þetta erfiðasti þröskuldurinn í götu
þeirra, sem þurfa að læra að búa við
þessa vangetu sína.
Þegar ég var barn stamaði ég
ákaflega mikið, og öfugt við flesta
,,ox ég ekki upp úr þvx.” Annars er
það venjulega svarið, sem læknar gefa
áhyggjufullum foreldrum — að þetta
lagist með ámnum. Sannleikurinn er
sá, að svo virðist sem ekki sé ein
ákveðin ástæða fyrir stami og þar af
leiðandi ekki ein ákveðin lækning til.
Á átjándu öld var talið að fólk
stamaði einfaldlega vegna þess að það
hefði gleymt hvað það ætlaði að
segja. Seinna var álitið, að menn
stömuðu af heimsku. Nú til dags ex
stam túlkað sem einhvers konar
sálræn truflun á bernskuskeiði. En sú
kenning skýrir ekki, hvers vegna stam
er mjög fátítt meðal stúlkna — og
beinlínis sjaldgæft meðal fullorðinna
kvenna — eða hvers vegna hættan á
stami eykst ef annað hvort
foreldranna eða eldra systkini
stamar líka.
Fólk hefur tilhneygingu til að
meðhöndla stamara eins og þeir séu
haldnir einhverjum geðrænum kvilla,
eða þeir séu einhvers konar
aumingjar, sem annað hvort beri að
dekra við eða aumkva. Fyrstu árin í
skóla var ég meðhöndlaður sem
þroskaheftur, af því að ég gat ekki
lesið almennilega upphátt, og ég varð
að sitja eftir í bekk — þrátt fyrir góðar
einkunnir í öllu öðm en lestri upp-
hátt. Stundum var ég látinn 1