Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
sem ég hætti nú skinni mlnu og segi,
að ágallinn fari þverrandi eftir því,
sem maður verður sáttari við sjálfan
sig, kemst í meira innra jafnvægi. En
— varið ykkur —. eftirköstin geta
varað ótrúlega lengi hjá þeim, sem
viðstöðulaus orðabunan getur staðið
upp úr. ★
Faðir minn sem er farinn að tapa heyrn hefur það fyrir sið að festa
allskonar miða á hurðina hjá sér þegar hann fer út. Allt frá ,,Fór til
læknis,” til ,,Erí kirkju kem kl. 12.”
Dag nokkurn þegar ég fór að heimsækja foreldra mína skemmti ég
mér yfír þessari áletrun á hurðinni. „Bankaðu fastar, við erum
heima.” MK.
Eitt sinn við uppfærslu á Hamlet eftir Shakespeare í London var
enginn til að hlaupa í skarðið fyrir aðalleikarann nema amerískur
leikari, sem hafði mun meira sjálfsálit en leikhæfileika. Og þegar sá
ameríski varð að hlaupa í skarðið kvöld eitt, brá hann ekki vana
sínum, heldur böðlaðist á textanum og tók ekkert eftir stunum og
dæsi áheyrendanna.
Svo kom einræðan margfræga: Að vera eða vera ekki .... og
áheyrendur gátu ekki lengur á sér setið, heldur létu í Ijós andúð sína.
Þegar svo var komið, hætti leikarinn sjálfgóði að leika, gekk fram á
sviðsbrún og beljaði: „Hey! Látið ekki svona! Ég skrifaði ekki þessa
>Vælu!" Úr Parade
Faðir minn, sem er 88',ára, hefur enga þörf fyrir lækna. Upp á
síðkastið hefúr sjón hans þó farið hrakandi. Eftir að öll fjölskyldan
hafði lagst á eitt með að reka hann fil læknis, drattaðist hann loks af
stað.
,Jæja, herra minn, hvers vegna leitur þú læknis?” spurði
læknirinn brosandi, þegar pabbi var setstur.
,,Vegna afskiptasamrar fjölskyldu,” svaraði pabbi ólundarlega.
S. W.
Ég fór með hóp af fólki að borða á pizzasölustað, sem auglýsti:
„Allt, sem þú geturí þig látið, fyrir aðeins 500 krónur.” Ég var ekki
mjög svangur, svo ég sagði í glensi við gengilbeinuna, að ég héldi að
ég gæti ekki borðað allt sem ég gæti í mig látið. Hún svaraði snúðugt,
að fyrir 300 krónur gæti ég fengið helminginn af því, sem ég gæti í
miglátið. W. B. A.