Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 59
57
VARSJÁ RÍS ÚR ÖSKUNNI
ætluðum að endurskapa sögu
okkar. ’ ’
Endurreisnarstarflð hófst. Sér-
fræðingar skipulögðu starfið, og
allir íbúarnir lögðust á eitt við að
koma byggingefni á staðina, hræra
steypu og aka ónýtum húsaleifum á
brott. Það vantaði bæði verkfæri og
vélar. , ,Það gerði okkur auðveldara að
byggja á gamla mátann,” segir
Tadeus Polak, verkfræðingur, sem nú
ber ábyrgðina á því að halda við
menningarsögulegum mannvirkjum
Póllands.
Eitt mestu vandamálanna var að
finna bæði múrara og trésmiði, sem
kunnu að vinna upp á gamla mátann.
Zachwatowics leitaði uppi grá-
skeggjaða, gamla handverksmenn,
veitti þeim kennsluréttindi og bað þá
að koma ómetanlegri þekkingu sinni
áfram til yngri kynslóðar. Það gekk
svo vel, að Pólland á nú mjög virta
og þekkta endurreisnarstofnun í
Torun — en hún er bein afleiðing af
frumkvæði Zachwatowics. Pólskir
sérfræðingar hafa bjargað menningar-
verðmætum um alla Evrópu og
Miðausturlöndum og eru nú meðal
fremstu manna í gömlum bygginga-
aðferðum.
Zachwatowics fylgdi nákvæmlega
teikningunum, sem dregnar voru
óskemmdar upp úr kössunum hans.
Hann byggði ofan á kjallara sem
ekkert var ofan á lengur og notaði
gamla grunna í Stare Miasto og sá af
natni um, að allir upprunalegir og
nýtanlegir byggingahlutar væru
notaðir. Árangurinn var óvenjuleg,
en mjög vel lukkuð blanda: Gamla
Varsjá er varðveitt í þeirri nýju. Þökin
eru með sama halla og þau höfðu haft
um aldir. Meira að segja bygginga-
fræðileg „mistök,” sem upprunalegu
húsameisturunum hafði orðið á, svo
sem eins og röng hlutföll í stærðum,
voru látin halda sér. Sagan var virt út
í æsar, nema hvað snertir nútíma
þægindi: Öll hús í gömlu borginni
eru nú með miðstöðvarhitun, heitt
vatn og rafmagn.
Meðal þess sérstæða í hinni end-
urreistu Varsjá eru þær átta
byggingar, sem „teiknaðar” voru af
Berndardo Bellotto, feneyskum
landlagsmálara frá 18. öld, sem
einnig er þekktur undir nafninu
Canaletto yngri. Hann bjó í tíu ár í
Varsjá og málaði 26 stórar myndir af
bænum, þar sem hvert smáatriði
fyrirmyndanna kemur ótrúlega skírt
fram. Þjóðverjar lögðu hald á
myndirnar, en Lorentz gat með þvl að
leggja fram miðasafn sitt sannað fyrir
bandamönnum, sem tekið höfðu
myndirnar í sxna vörslu, að þær væru
pólsk eign, og heppnaðist að fá þær
aftur í þjóðminjasafnið. Lorentz
og Zachwatowics báru saman
teikningarnar úr kortlagningunni og
málverk Bellottos og uppgötvuðu, að
átta lítilsverðar byggingar í Stare
Miasto höfðu verið reistar á nltjándu
öld í staðinn fyrir nokkur hús með
miklu meira arkltektúrgildi. Hvers
vegna ekki að reisa húsin eins og þau
litu út 1775? Og þannig atvikaðist