Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 31
29
STYRJALDIR OG VEÐURFAR
þykkti Öldungadeild Bandarlkja-
þings áskorum til ríkisstjórnarinnar
um að gera tillögu um slíkt alþjóðlegt
samkomulag. En við þeirri áskorum
varð stjórnin ekki fyrr en í febrúar
1974.
Ástæðan fyrir þessari töf var ætlun
Pentagons að nota slík meðul í stríði.
Og Pentagon lét ekki sitja við orðin
tóm. Hernaðarsérfræðingar hafa stað-
fest að bandaríski herinn stundaði til-
rtaunastarfsemi með gerviúrkomu i
sex ár í stríðinu í Indókína. og eyddi i
þessa starfsemi tugum miljóna doll-
ara. Markmið tilraunanna var að
lengja flóðatímann á moldarveg-
unum sem þekktir voru undir nafn-
inu , ,Ho Chi Minh-srígurinn’ ’.
Fulltrúar hersins töldu að með
þessum aðgerðum hefði tekist að
auka rigninguna. Vafasamt er að
þessar tilraunir hafi getað valdið
þýðingarmiklum breytingum á
veðurfarinu, svo sem eins og 20-30%
aukningu á úrkomu á stórum
svæðum. En telja verður mögulegt að
tekist hafi að auka úrkomina um 10-
15% á tiltölulega litlu svæði (nokkur
þúsund ferkílómetrum).
Með þessar upplýsingar í huga
verður ekki annað sagt en að uppkast
það að samkomulagi um bann við
hernaðarlegri notkun efna sem hafa
áhrif á umhverfíð sem sovéska rikis-
stjórnin lagði fyrir 29. allsherjarþing
SÞ hafi verið fullkomlega rímabært.
Sem kunnugt er var afstaða alls-
herjarþingsins jákvæð í garð þessa
uppkasts og var afvopnunarnefnd SÞ
falið að kynna sér allt efnið sem lagt
var fram með uppkastinu. Nokkru
áður höfðu Leonid Brésnjef og Nixon
komið sér saman um það á fundi í
Moskvu (júlí ’74) að hefja viðræður
milli ríkjanna tveggja um þetta mál i
þvi skyni að finna sameiginleg sjónar-
mið og stuðla með þvi móti að þvi að
alþjóðlegt samkomulag næðist. Af
hálfu Sovétrikjanna tók höfundur
þessarar greinar þátt í viðræðunum,
en af hálfu Bandaríkjanna Davis að-
míráll varayfirmaður afvopnunar- og
eftirlitsnefndarinnar. Sendinefndir
okkar héldu þrjá stutta fundi, í
byrjun nóvember '74 i Moskvu, i
mars ’75 í Washington og í júní ’75 í
Genf. Enda þótt skoðanir væru
skiptar í upphafi, tókst okkur í lok
þriðja fundarins að semja uppkast að
alþjóðlegu samkomulagi sem báðir
aðilar gátu fallist á. Þetta uppkast
samþykktu ríkisstjórnir beggja
landanna, og síðan var það samtímis
lagt fyrir sovésku og bandarísku full-
trúana i einum síðasta fundi Af-
vopnunarnefndarinnar sumarið ’75.
Vonir standa til að þetta samkomulag
verði brátt i því formi sem ekki aðeins
Sovétrikin og Bandaríkin geta fallist
á, heldur einnig önnur lönd.
Hugmyndin að baki samkomulags-
ins er sú, að banna hernaðarlega
notkun á þeim efnum og aðferðum
sem skaða umhverfið, og þá ekki
aðeins þeim efnum sem þegar eru
kunn, heldur þeim sem verða upp-
fundin i framtíðinni.
Við höfum þegar bent á möguleika