Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 112
110
milli. Þegar þeir áttu ekki að sofa eða
borða, vom þeir látnir standa 1 rétt-
stöðu hverja þá stund, sem þeim var
ekki miskunnarlaust haldið að stíf-
ustu þrælkunarvinnu. Verðir og
eftirlitsmenn vom grimmir og tillits-
lausir. Þegar fangi þurfti að fara á
klósettið, varð hann að stilla sér upp
og hrðpa beiðni sína hástöfum hvað
eftir annað, eða þangað til viðkom-
andi eftirlitsmanni þóknaðist að
verða við beiðninni. Sjóliði, sem varí
tugthúsinu um leið og Oswald, kall-
aði það „hryllilegan stað — miklu
verri en nokkurt borgaralegt betr-
unarhús.”
Joseph D. Macedo, radarstarfs-
maður í Coffee Mill, hitti Oswald
skömmu eftir að hann var látinn úr
haldi. Honum fannst hann ,,allur
annar og ekkert líkur þeim barnalega
og saklausa dreng” sem bæst hafði I
hópinn fyrir tæpu ári. „Oswald
bragðaði ekki áfengi og var hreinn
sveinn, þegarhann kom tiljapan” en
fór fljótlega að „fá sér t glas með
strákunum og varð opnari, jafnvel í
áttina til glaðlyndur.” En eftir tugt-
húsvistina fannst Macedo
hann vera kaldur, dulur og beiskur.
, ,Ég hef fengið nóg af lýðræðisþjóð-
félagi hér í MACS—1,” sagði Os-
wald. „Þegar ég losna ætla ég að
prófa eitthvað annað. ’ ’
„ÞIÐ AMERÍKANAR”
Nú virtist Oswald umgangast
japanska vini sína æ meir en sjóliðana
minna. Hann fór oft til Tókíó eða
ÚRVAL
hvarf eitthvað út í bláinn, er hann
átti frí.
I september 1958 var deildin send
til Formósu. Þegar sjóliðarnir vom
ekki á radarvöktum, hjálpuðu þeir
kínversku þjóðernissinnunum að gera
fallbyssustæði. Þetta túlkaði Oswald
sem frekari sönnun fyrir bandarískri
„heimsvaldastefnu”. 13 mánuðum
seinna sagði hann bandarískum
blaðamanni frá vanþóknun sinni á
því að , ,hjálpa kínverjum að dragnast
með fallbyssur, og horfa upp á
bandaríska tæknimenn kenna þeim
að nota þær.” Hann bætti við: „Það
er eitt að tala á móti kommúnisma og
annað að draga fallbyssu upp á fjall. ’ ’
Eitt kvöld, skömmu eftir komuna,
var Oswald á eftirlitsverði um mið-
næturskeið. Alltí einu heyrði Charles
R. Rhodes, yfirmaður varðliðsins,
„fjögur eða fímm” skot af svæði því,
sem Oswald átti að líta eftir. Hann
dró fram skammbyssuna sína og hljóp
í áttina að trjáþyrpingu, sem honum
virtust skotin koma frá. Þar fann
hann Oswald samanhnipraðan upp
við tré, með M—1 riffilinn yfir lærin.
„Þegar ég kom til hans, skalf hann og
grét,” sagði Rhodes síðar. „Hann
sagðist hafa séð menn í skóginum,
varað þá við, og síðan skotið.”
Rhodes lagði handlegginn um axlir
Oswalds og leiddi hann til tjalds
hans.
Rhodes gaf skýrslu um atvikið til
yfirmanna sinna, og Oswald var
næstum þegar í stað sendur aftur til
Japan. Þar með sannfærðist Rhodes