Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 89
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSWALDS
87
Loks var sú staðhæfing Nós-
enkós, að Oswald hefði ekki einu
sinni verið yfirheyrður, alger þver-
stæða við það sem CIA hafði fastlega
búist við — og byggði á fyrri reynslu
— um það hvernig KGB tæki við
pólitískum flóttamanni.
INNAN CIA
James Jesus Angleton, yfirmaður
gagnnjósna hjá CIA, las skýrsluna um
frásögn Nósenkós af miklum áhuga.
Angleton var afskaplega holdskarpur,
með silfurgrátt hár fyrir aldur fram og
fínlega meitlað andlit, og hafði rit-
stýrt ljóðatímaritinu Furioso áður en
hann gekk í leyniþjónustuna. Hann
hafði unnið í nánu sambandi við skáls
á borð við Ezra Pound, T. S. Eliot og
E. E. Cummings. Einkaáhugamál
hans var að rækta sínar eigin hybrid-
orkideur upp af fæi, en það tekur sjö
ára þolinmóða bið áður en árangur-
inn verður sjáanlegur.
Það var á hans ábyrgð að vera á
verði fyrir sérhverri tilraun erlendra
njósnastofnana til þess að spilla
áætlunum Bandaríkjastjórnar með
því að veita rangar upplýsingar —
sem sé koma á framfæri einhvers
konar fölskum upplýsingum sem
ætlaðar væru til þess að leiða stjórnina
á villigötur eða hafa áhrif á gerðir
hennar. Hvað þessu máli viðkom var
það verkefni Angletons og starfsliðs
hans að kanna upplýsingar Nósenkós
í ljósi annarrar sovéskrar njósnastarf-
semi. Þegar Nósenkó skaut fyrst upp
kollinum í Genf 19 mánuðum áður
höfðu upplýsingar hans verið metnar
móti öðrum sönnunargögnum, þeirra
á meðal sumra þeirra leyndustu og
viðkvæmustu upplýsinga, sem CIA
bjó yfír. Sú könnun, sem beindist að
málum, sem voru Oswald algerlega
óviðkomandi hafði vakið efasemdir,
sem enn höfðu ekki verið lægðar.
Eitt þeirra mála var um möguleika-
na á því að njósnakerfi KGB hefði
komið sér upp mönnum innan æðstu
raða bandarísku leyniþjónustunnar.
Það fyrsta, sem skaut upp kollinum í
huga Angletons, þegar hann hafði
lesið afrit af samtali CIA-mannsins og
Nósnekos, var hvort þær upplýsingar,
sem fram komu hjá Nósenkó, væru
réttar, eða hvort þær væru tilraun til
þess að taka vindinn úr rannsókn CIA
á málinu.
En á komandi vikum og mánuðum
fór Angleton líka að hafa efasemdir
um frásögn Nósenkós af lífi Oswalds í
Bandaríkjunum. Þar leit líka út fyrir
maðka í mysunni. Smám saman varð
honum mestur þyrnir. í augum sú
staðhæfing, að sovéska leyniþjón-
ustuvélin hefði ekki yflrheyrt Oswald.
ÖSK NÖSENKÓS UM að leita
hælis vestan hafs kom líka við Richard
M. Helms, sem var yfirmaður
áætlanadeildar CIA og sá sem slíkur
um að breiða felublæju yfir starf
njósnaþjónustunnar. Hann er
hávaxið glæsimenni, lágróma með
stingandi augu, og hafði, þegar þetta